Innlent

Greiðslur hækka þegar betur árar

Félagsmálaráðherra segir óæskilegt að frítekjumörk lífeyrisþega séu mismunandi eftir tegund lífeyris, eins og nú er.
Félagsmálaráðherra segir óæskilegt að frítekjumörk lífeyrisþega séu mismunandi eftir tegund lífeyris, eins og nú er.

Stefnt er að því að setja lög með nýjum reglum um samræmd frítekjumörk öryrkja, atvinnulausra og ellilífeyrisþega á Alþingi í vor. Þrátt fyrir það munu greiðslur í fyrsta lagi hækka árið 2011.

Þetta kom fram í svari Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ásbirni Óttarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Tilefni fyrirspurnarinnar voru yfirlýsingar Árna Páls í fjölmiðlum um helgina um að á vorþingi eigi að breyta almannatryggingakerfinu og greiða úr frumskógi ólíkra frítekjumarka fyrir atvinnulausa, ellilífeyrisþega og öryrkja.

Í svari Árna Páls kom fram að hann teldi óæskilegt að frítekjumörk lífeyrisþega væru mismunandi eftir tegund lífeyris, eins og nú er.

Tekjumörkin séu mjög lág og mjög lágar tekjur séu látnar skerða bætur öryrkja. Tillögur nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins eru nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, að sögn ráðherrans. Ætlun ríkisstjórnarinnar er að lögfesta nýjar reglur um frítekjumörk á vorþingi og „skapa góða framtíðarstefnu sem skilar árangri þegar fram í sækir“.

Nýrra fjárheimilda til að hækka greiðslur í samræmi við þær breytingar verður hins vegar ekki aflað núverandi efnahagsaðstæður.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×