Innlent

Breytingar í fyrsta lagi í haust

Mynd/Anton Brink

Hugmyndir sveitarfélaganna um styttingu kennslutíma í grunnskólum munu í fyrsta lagi ná fram að ganga næsta haust.

Að sögn Halldórs Halldórssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur menntamálaráðherra ekki gefið sveitarfélögunum endanlegt svar um hvort hún ætli að koma til móts við hugmyndir þeirra um að breyta lögum til að stytta lágmarkskennslutíma í grunnskóla um 3-4 kennslustundir á viku.

Halldór segir þó ljóst að breytingarnar muni í fyrsta lagi taka gildi í byrjun nýs skólaárs næsta haust. Sveitarfélögin eru nú að ljúka við að afgreiða fjárhagsáætlanir sínar vegna 2010 og miðast þær við óbreytt lágmark kennslustunda fram á vorið.

Halldór segir að ef verði muni sveitarfélögin nýta sér heimild til að draga úr kennslu í mismiklum mæli. Sum sveitarfélög geti látið nægja að hagræða í rekstri grunnskóla með því að hætta að ráða nýja starfsmenn í stað þeirra sem hætti. Þar sem fjárhagsstaðan sé verst geti hins vegar þurft að draga úr kennslutíma til að ná nauðsynlegri hagræðingu.- pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×