Innlent

CCP var þvingað í krónulán

Vilhjálmur 
þorsteinsson
Vilhjálmur þorsteinsson

Hugbúnaðarfyrirtækið CCP, sem á og rekur fjölspilunar­leikinn EVE Online, neyddist til að endurfjármagna víxil í krónum í gegnum MP banka í enda síðasta mánaðar. Fyrir­tækið hefði viljað endurfjármagna lánið með útgáfu skuldabréfs í krónum og greiða til baka í dölum. Fjárfestar höfðu ekki áhuga.

Þetta segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður fyrirtækisins.

Fyrirtækið horfði til þess að nýta heimild Seðlabankans frá í vor og gefa út skuldabréf í krónum í sumar en greiða til baka í dölum á allt að sjö árum. Bankinn gaf heimildina út í maí á þessu ári með það fyrir augum að vinda ofan af krónubréfaeignum erlendra fjárfesta sem festust hér með eignir sínar við innleiðingu gjaldeyrishaftanna í fyrravetur. Fimm fyrirtæki lýstu yfir áhuga á skuldabréfaútgáfu sem þessari og var CCP komið lengst. Það blés til skuldabréfaútboðs í maílok en lítið barst út af niðurstöðu þess.

Vilhjálmur viðurkennir að endur­fjármögnunin hafi verið í mótsögn við stefnu fyrirtækis­ins. Það hafi í gegnum tíðina verið á hröðum flótta undan peningamálastefnunni hér síðustu ár. Einungis tvö prósent tekna fyrirtækisins séu í innlendri mynt, bókhaldið sé fært í dölum frá síðasta ári og starfsfólki greidd laun í evrum og dölum.

„Við unnum að því að færa víxil­inn yfir í dali. En það var ekki mögulegt. Ef við gætum myndum við kjósa að taka öll lán í erlendum gjaldmiðlum," segir Vilhjálmur. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×