Strætó bjóði út allan rekstur strætisvagna 7. nóvember 2009 02:00 Strætisvagn Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru reknar með miklu tapi og sveitarfélögin vilja ekki taka á sig meiri byrðar af þeim.Fréttablaðið/Pjetur Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Rekstur á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verður boðinn út til einkaaðila, verði farið að tillögum Par-x viðskiptaráðgjafar IBM, sem skilað hefur skýrslu til stjórnar Samtaka sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu. Mikill hallarekstur hefur verið á rekstri byggðarsamlagsins Strætó bs. Sveitarfélögin sem eiga Strætó leggja nú afar mikla áherslu á að þau þurfi ekki að bera neinar viðbótar byrðar vegna strætisvagnarekstursins. Meðal annars hefur verið brugðist við því með ákvörðun um að Strætó kaupi enga nýja vagna á næsta ári. Endurskoðun fer nú fram á öllum grundvelli Strætó og stofnsamningi byggðasamlagsins. Meðal annars hefur Reykjavíkurborg uppi þá kröfu að fá tvo fulltrúa en ekki einn í stjórn Strætó enda leggur höfuðborgin til um sextíu prósent af því fé sem Strætó fær frá sveitarfélögunum. Í skýrslu Par-x er talað um að borgin fái jafnvel þrjá fulltrúa í stjórn. Í skýrslunni er rætt um mögulegt framtíðarfyrirkomulag á rekstri Strætó. Inntakið í tillögum ráðgjafarfyrirtækisins er að Strætó verði eins konar sérfræðistofnun sem skipuleggi og tryggi almenningssamgöngur og annist síðan útboð á sjálfum rekstri vagnanna. Þetta myndi meðal annars þýða uppsagnir vagnstjóra og sölu á strætisvögnunum. Sagt er að greina þurfi sundur þann kostnað sem sé hjá Strætó í dag til að geta borið saman við verð sem bjóðist í útboðum á almennum markaði. Við þetta starf yrði nýtt reynsla og þekking núverandi starfsmanna Strætó. Samkvæmt tillögu Par-x yrði viðfangsefni Strætó eingöngu tilteknar stofnleiðir. Vilji sveitarfélögin bjóða upp á þjónustu utan stofnleiðanna myndu þau sjálf þurfa að annast hana en fá þó aðstoð frá Strætó við útboð og slíkt. Varðandi framtíðarstjórn á Strætó leggur Par-x til ýmsar leiðir sem hver og ein er sögð hafa kosti og galla. Meðal leiðanna sem stungið er upp á er að borgarstjóri og bæjarstjórar myndi stjórn Strætó, að Reykjavíkurborg fá fleiri fulltrúa í stjórn, eins og fyrr segir og að Reykjavíkurborg taki Strætó algjörlega yfir og selji hinum sveitarfélögunum síðan þjónustu fyrirtækisins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira