Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra hefur skipað sérstakt teymi um mansal Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal í samræmi við aðgerðaáætlun gegn mansali, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar þann 17. mars síðastliðinn. 6.11.2009 11:12 Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6.11.2009 10:42 Líðan fólksins eftir atvikum góð Líðan fólksins sem slasaðist í bílveltu í Langadal í Húnavatnssýslu er eftir atvikum góð. Að sögn vakthafandi læknis slasaðist fólkið minna en óttast var í fyrstu en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í fljúgandi hálku. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fólkið á slysstað og flutti á Landspítalann. Fólkið, karl og kona, liggja nú á almennri skurðdeild og verða þau undir eftirliti næsta sólarhringinn. 6.11.2009 10:32 Sýknaður af ákæru um árás Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun af ákæru um að hafa slegið annan karlmann tvö högg í andlitið og brotið í honum tennur. Fyrir dómi kvaðst meintur árásarþoli ekki hafa neina vissu um það hvernig hann fékk áverka sína, en sagðist telja líklegast að ákærði hafi veitt sér þá. Sá sem var ákærður í málinu neitaði hins vegar eindregið sök og taldi dómari því að vafi væri í málinu sem bæri að skýra ákærða í hag. 6.11.2009 10:03 Þúsundir minka dauðir í Skagafirði Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa á þriðja þúsund minka drepist eftir að hafa sýkst af lungnabólgu undanfarið. Frá þessu greinir skagfirski fréttamiðillinn Feykir og hefur eftir Einari Einarssyni, ráðunauti og bónda að Skörðugili að um bráðsmitandi pest sé að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður. 6.11.2009 07:25 Innbrot í hestavöruverslun Brotist var inn í hestavöruverslun í Kópavogi í nótt. Vegfarandi sem leið átti hjá kallaði til lögreglu þegar hann sá að búið var að brjóta rúðu í versluninni. Þjófurinn komst að minnsta kosti á brott með skiptimynt úr peningakassanum en óljóst er hvort fleira hafi verið tekið. 6.11.2009 06:55 Stjórnlagaþing taki til starfa 17. júní Kosið verður til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þingið á að koma saman í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa í þremur lotum og ljúka störfum fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi, sem kjósa á persónukosningu. 6.11.2009 06:00 Framkvæmdin gæti ógnað vatnsbólunum Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvesturlínu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndarsvæði og um leið neysluvatn ef mengunarslys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana. 6.11.2009 06:00 Mest aukning í dönskum búum Mjólkurframleiðsla hefur hvergi aukist jafnmikið að jafnaði og í dönskum kúabúum, hefur Landssamband kúabænda (LK)eftir nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network. 6.11.2009 06:00 Gefur lyf fyrir 5,7 milljónir Lyfjafyrirtækið Actavis gefur lyf að andvirði 60 þúsunda búlgarskra leva, eða sem nemur 5,7 milljónum króna, í mannúðaraðstoð í Úkraínu. Þetta hefur upplýsingavefur Focus eftir tilkynningu félagsins í Búlgaríu. 6.11.2009 06:00 Konur sitja fastar í ofbeldissambúðum Þess eru dæmi að konur sitji fastar í ofbeldissambúðum, þar sem þær deila óseljanlegum eignum með makanum, bæði eru með mikla skuldabyrði og þær sjá ekki fram á að geta sett á stofn og rekið nýtt heimili. 6.11.2009 06:00 Í kapphlaupi við tímann Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að panta bólusetningu gegn svínaflensu sem fyrst. 6.11.2009 06:00 Kemur í veg fyrir aðra óráðsíu „Við ætlum ekki að breyta þeirri grundvallarhugmynd að einkahlutafélög eru með takmarkaðar ábyrgðir. Það er grundvöllur hlutafélagaformsins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. 6.11.2009 05:30 Embættismenn sem draga lappirnar hindra samstarf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill láta skoða kosti og galla þess að ríkisstjórn Ísland verði fjölskipað stjórnvald, eins og til dæmis í Svíþjóð. Þá bæri ríkisstjórnin sameiginlega ábyrgð á málum, sem lögð eru fyrir Alþingi, og hefði sameiginleg yfirráð yfir stjórnsýslunni í stað þess að einn ráðherra beri ábyrgð á hverju máli eins og nú er. 6.11.2009 05:00 Framkvæmt á vatnsverndarsvæði Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulagsstofnun telja allar að vatnsvernd verði ógnað með lagningu Suðvesturlínu. 6.11.2009 04:30 Einu máli vísað til saksóknara Slitastjórn Kaupþings hefur vísað einu máli til sérstaks saksóknara eftir athugun á bókhaldi félagsins. Slitastjórnin hefur unnið að rannsókn á ráðstöfunum bankans í aðdraganda hruns með liðsinni endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers frá því í ágúst. 6.11.2009 04:00 Þjóðskrá færi sig milli húsa Hagkvæmni þess að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands er í skoðun að beiðni Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra. 6.11.2009 02:45 Fjölþrepa skattkerfi með láglaunaþrepi Fjölþrepa skattkerfi með lágu þrepi fyrir láglaunafólk er ein þeirra leiða sem ríkisstjórnin hefur til athugunar við endurskoðun skattkerfisins. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Höskuldur spurði hvort láglaunafólk mætti eiga von á því að persónuafslátturinn yrði hækkaður um næstu áramót í takt við verðlagsbreytingar, eins og umsamið var árið 2006. 6.11.2009 02:30 Hömlur settar á lausagöngu Þingmenn úr þremur af stærstu flokkum Færeyja leggja til að hömlur verði settar á lausagöngu sauðfjár í landinu. Einnig á að afmarka rétt sauðfjáreigenda til að halda fé sitt í byggð, þar sem það éti úr görðum og ógni trjágróðri. 6.11.2009 02:15 Ein lög fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk Fram er komið í þinginu, í þriðja sinn, frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Nær það til allra faggreina í heilbrigðisþjónustu en nú eru í gildi sérlög um fjölda greina og aðrar starfa eftir reglugerðum. 6.11.2009 02:00 Enginn eyddi meira en 300 þúsund Helmingur þeirra frambjóðenda til Alþingis, sem ekki höfðu skilað inn fjárhagsupplýsingum um framboð sitt til Ríkisendurskoðunar á miðvikudag, var úr VG, eða 18 af 36. 6.11.2009 01:30 Dreifðist með kartöflusalsa Noro-veiran sem herjað hefur á starfsfólk Kaupþings banka að undanförnu breiddist út með kartöflusalsa, auk þess að smitast á milli manna, að sögn Óskars Ísfeld Sigurðssonar, forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Ekki er vitað hvort veiran barst inn í bankann með matvælum eða fólki. Óskar segir að rannsókninni sé ekki fulllokið en sennilega fáist aldrei úr því skorið hvernig veiran hafi komist í bankann. Noro-veiran stingi sér alltaf öðru hvoru niður í samfélaginu. 6.11.2009 01:00 Afi og amma fela barnabarnið: „Veikja stöðu sína stórlega“ „Það er rétt að leggja áherslu á að það er hægt að skjóta svona málum til kærunefndar barnaverndarmála og síðan má kæra þá málsmeðferð til Barnaverndarstofu ef svo ber við,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu en RÚV sagði frá því fyrr í kvöld að afi og amma þriggja ára drengs væru farin í felur vegna þess að barnaverndarnefnd hugðist taka drenginn af þeim og setja í fóstur. 5.11.2009 21:10 Góðgerðarfélag gyðinga vilja 78 milljónir frá Kaupþingi Þriðja stærsta góðgerðarfélag gyðinga í Bretlandi vonast til þess að endurheimta 78 milljónir á núverandi gengi sem þeir töpuðu á íslensku bönkunum Kaupþingi og Kaupþing Singer and Friedlander eftir það þeir voru teknir yfir af skilanefndum á síðasta ári. 5.11.2009 20:38 Ömurleg umgengni útrásavíkings á Þingvöllum Eitt brýnasta verkefni Þingvallanefndar í friðlandi þjóðgarðsins, er að taka á ömurlegri umgengni við hálfkarað sumarhús Ágústs Guðmundssonar, Bakkavararbróður, segir formaður nefndarinnar. Ruslið verður ekki fjarlægt í vetur. 5.11.2009 19:28 Dómsgerð nauðgarans skilar sér á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur ætlar í fyrramálið að senda gögn vegna nauðgunarmáls til ríkissaksóknara. Skortur á þeim varð til þess að dæmdum nauðgara og hrotta var sleppt úr varðhaldi í gær. Konan sem varð fyrir árás mannsins lifir í ótta um að rekast á hann á götu. 5.11.2009 18:46 Líf flutti tvo á spítala Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:58 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu samkvæmt tilkynningu. 5.11.2009 21:45 Sigrún Elsa: Ég er ekki að misskilja neitt „Það er einfaldlega ekki rétt sem stjórnarformaðurinn heldur fram að rekja megi hluta kostnaðaraukans vegna tafa á álveri í Helguvík til aðgerða ríkistjórnarinnar,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrr í dag að Sigrún Elsa væri að misskilja. 5.11.2009 19:46 Laxveiðiferðir heita ráðgjafaþjónusta á bankamáli Laxveiðiferðir bankamanna virðast síður en svo liðnar undir lok. Fullyrt er að sá háttur sé hafður á að reikningar fyrir veiðferðir séu skráðir sem sérfræðiráðgjöf í bókhaldi ríkisbankanna. 5.11.2009 18:50 Könnun: ESB yrði kolfellt í kosningum Íslendingar myndu kolfella tillögu um inngöngu að Evrópusambandinu yrði kosið um það nú. Innan við þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur aðild. 5.11.2009 18:41 Stjórnarformaður OR: Sigrún er að misskilja Guðlaugur Sverrisson formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur telur að ákveðins misskilnings gæti hjá Sigrúnu Elsu Smáradóttur fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. 5.11.2009 17:23 Borginni gert að greiða milljónir í bætur Reykjavíkurborg þarf að greiða karlmanni rúmlega 55 milljónir auk dráttarvaxta í bætur eftir að framkvæmdir við söluskála í Reykjavík voru stöðvaðar eftir að ágreiningur um framkvæmdina kom upp við íbúa í ´nágrenninu. Áður hafði maðurinn fengið byggingarleyfi hjá borginni. 5.11.2009 17:02 Nóróveirusýkingin í rénun Nóróveirusýkingin sem kom upp í Nýja Kaupþing banka og tengdum félögum í Reykjavík í liðinni viku er í rénun. Alls er talið að um 250 manns hafi veikst af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sóttvarnalækni, Matvælaeftirliti - Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Matvælastofnun. 5.11.2009 16:42 Íslandsstofu ætlað að efla ímynd og orðspor Íslands Markmið nýrrar stofnunnar, Íslandstofu, sem sett verður á laggirnar á grunni Útflutningsráðs Íslands er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Stjórnarfrumvarpi um hina nýju stofnun var dreift á Alþingi í dag. 5.11.2009 15:44 Linda skildi marga eftir fjárhagslega og tilfinningalega gjaldþrota Linda Björk Magnúsdóttir, sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar í landi er fyrrverandi forstöðumaður í sértrúarsöfnuði. Söfnuðurinn hét Frelsið, kristileg miðstöð, og var starfræktur á árunum 1995 – 2001. 5.11.2009 15:26 Rússneskt hlerunardufl rak á land Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að kanna dufl sem barst á land í Skarðfjöru í grennd við Kirkjubæjarklaustur. Við nánari athugun reyndist um að ræða rússneskt hlerunardufl en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumælir úr kafbát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum. Fram kemur ávef Landhelgisgæslunnar að sjófarendum hafi ekki stafað hætta af hlutunum. Hvorki er vitað um aldur hlerunarduflsins né mælisins. 5.11.2009 15:17 Fækkar á Landspítalanum vegna svínaflensu Í dag liggja 29 sjúklingar á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af átta sem haldið er á gjörgæslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. Síðasta sólarhringinn hafa sex sjúklingar verið útskrifaðir af Landspítalanum en á móti kemur hafa tveir hafa verið lagðir inn. 5.11.2009 14:57 Eitt land ver meira fé til menntamála en Ísland Einungis eitt land í Evrópu ver meiru fé en Ísland til menntamála miðað við verga landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Key Data on Education in Europe 2009 sem er nýkomið út. 5.11.2009 14:40 Var Lenín framsóknarmaður? Iðnaðarráðherra segir að það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að ráðast í stófellda í atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur ekki mikið fyrir þau orð og telur brýnt að nýir flokkar taki sæti í ríkisstjórn til að auka vægi atvinnusköpunar á landinu. Þetta var meðal þess sem kom fram í umræðu utan dagskrár á þingfundi í dag um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Í umræðunum velti þingmaður VG upp þeirri spurningu hvort Vladimir Lenín hafi verið framsóknarmaður. 5.11.2009 14:31 Dómsmálaráðherra vill aukafjárveitingu vegna hrunsins Dómsmálaráðherra fer fram á 106 milljóna króna aukafjárveitingu til dómstóla til að mæta auknu álagi vegna bankahrunsins. Ráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. 5.11.2009 14:12 Slökkvilið kallað að Hofsvallagötu Slökkviliðið var kallað að húsi við Hofsvallagötu í Reykjavík um hálftvö í dag þegar kveikt var í blaðabunka þar inni. Húsráðandi taldi sig ekki geta ráðið við eldinn einsamall og kallaði því á aðstoð slökkviliðsins. Engu að síður tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkviliðið kom á staðinn. 5.11.2009 13:50 Vatn komið á í Stykkishólmi Vatn rennur nú að nýju í vatnsveitu Stykkishólms. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að mestur hluti bæjarins hafi vatn, en búast má við truflunum fram eftir degi. Vatnið fór af í gær þegar unnið var að viðgerð á aðveituæðinni frá vatnsbóli veitunnar í Svelgsárhrauni, um 13 kílómetrum frá bænum. Mun lengri tíma tók að ná upp þrýstingi en ætlað hafði verið og hefur verið unnið að viðgerð í alla nótt. 5.11.2009 12:57 Furðar sig á yfirlýsingum Guðlaugs Ár er síðan Orkuveitan samdi um eins milljarðs króna skaðabætur við Mitzubishi vegna tafa á túrbínum og það komi einhverjum línulögnum ekki nokkrum sköpuðum hlut við Sigrún Elsa Smáradóttir, segir fulltrúi Samfylkingarinnar, í stjórn Orkuveitunnar sem furðar sig á yfirlýsingum stjórnarformanns Orkuveitunnar. Hún segir kostnaðarauka Orkuveitunnar frekar skýrast af því að framkvæmdir hafi verið fjármagnaðar á yfirdrætti undanfarið ár. 5.11.2009 12:42 Hallinn eykur þrýsting á aukinn niðurskurð Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. 5.11.2009 12:29 Pylsuvagn datt af króki bifreiðar Pylsuvagn datt af króki bifreiðar sem átti að flytja hann á milli staða um hádegið í dag. Vagninn tafði umferð og því þurfti lögreglan að hafa afskipti af málinu eins og sést á meðfylgjandi mynd. 5.11.2009 12:19 Sjá næstu 50 fréttir
Dómsmálaráðherra hefur skipað sérstakt teymi um mansal Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað sérfræði- og samhæfingarteymi um mansal í samræmi við aðgerðaáætlun gegn mansali, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnar þann 17. mars síðastliðinn. 6.11.2009 11:12
Tilfinningahiti í sölum Alþingis Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, krafðist afsökunarbeiðni af Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, en hann hafi sagt í þingræðu í gær að í tíð sinni sem umhverfisráðherra hefði Þórunn fellt ólöglegan úrskurð um sameiginlegt umhverfismat á Bakka og vísað í álit Umboðsmanns Alþingis máli sínu til stuðnings. 6.11.2009 10:42
Líðan fólksins eftir atvikum góð Líðan fólksins sem slasaðist í bílveltu í Langadal í Húnavatnssýslu er eftir atvikum góð. Að sögn vakthafandi læknis slasaðist fólkið minna en óttast var í fyrstu en ökumaður bílsins missti stjórn á honum í fljúgandi hálku. Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti fólkið á slysstað og flutti á Landspítalann. Fólkið, karl og kona, liggja nú á almennri skurðdeild og verða þau undir eftirliti næsta sólarhringinn. 6.11.2009 10:32
Sýknaður af ákæru um árás Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun af ákæru um að hafa slegið annan karlmann tvö högg í andlitið og brotið í honum tennur. Fyrir dómi kvaðst meintur árásarþoli ekki hafa neina vissu um það hvernig hann fékk áverka sína, en sagðist telja líklegast að ákærði hafi veitt sér þá. Sá sem var ákærður í málinu neitaði hins vegar eindregið sök og taldi dómari því að vafi væri í málinu sem bæri að skýra ákærða í hag. 6.11.2009 10:03
Þúsundir minka dauðir í Skagafirði Mikið tjón hefur orðið í minkabúinu á Skörðugili í Skagafirði en þar hafa á þriðja þúsund minka drepist eftir að hafa sýkst af lungnabólgu undanfarið. Frá þessu greinir skagfirski fréttamiðillinn Feykir og hefur eftir Einari Einarssyni, ráðunauti og bónda að Skörðugili að um bráðsmitandi pest sé að ræða sem orsakast af bakteríu sem algeng er í umhverfinu en verður hættuleg þegar vissar aðstæður skapast eins og mikill raki og stillt veður. 6.11.2009 07:25
Innbrot í hestavöruverslun Brotist var inn í hestavöruverslun í Kópavogi í nótt. Vegfarandi sem leið átti hjá kallaði til lögreglu þegar hann sá að búið var að brjóta rúðu í versluninni. Þjófurinn komst að minnsta kosti á brott með skiptimynt úr peningakassanum en óljóst er hvort fleira hafi verið tekið. 6.11.2009 06:55
Stjórnlagaþing taki til starfa 17. júní Kosið verður til stjórnlagaþings samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor, samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Þingið á að koma saman í síðasta lagi 17. júní 2010, starfa í þremur lotum og ljúka störfum fyrir 17, febrúar. Á þinginu munu sitja 25-31 þjóðkjörinn fulltrúi, sem kjósa á persónukosningu. 6.11.2009 06:00
Framkvæmdin gæti ógnað vatnsbólunum Sú hætta er óhjákvæmileg að lagning Suðvesturlínu hafi neikvæð áhrif á vatnsverndarsvæði og um leið neysluvatn ef mengunarslys verði. Þetta kemur fram í umhverfismati Skipulagsstofnunar um framkvæmdina. Er þar tekið undir áhyggjur heilbrigðisnefnda sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóðhagslega mikilvæg að rétt sé að ráðast í hana. 6.11.2009 06:00
Mest aukning í dönskum búum Mjólkurframleiðsla hefur hvergi aukist jafnmikið að jafnaði og í dönskum kúabúum, hefur Landssamband kúabænda (LK)eftir nýútkominni skýrslu International Farm Comparison Network. 6.11.2009 06:00
Gefur lyf fyrir 5,7 milljónir Lyfjafyrirtækið Actavis gefur lyf að andvirði 60 þúsunda búlgarskra leva, eða sem nemur 5,7 milljónum króna, í mannúðaraðstoð í Úkraínu. Þetta hefur upplýsingavefur Focus eftir tilkynningu félagsins í Búlgaríu. 6.11.2009 06:00
Konur sitja fastar í ofbeldissambúðum Þess eru dæmi að konur sitji fastar í ofbeldissambúðum, þar sem þær deila óseljanlegum eignum með makanum, bæði eru með mikla skuldabyrði og þær sjá ekki fram á að geta sett á stofn og rekið nýtt heimili. 6.11.2009 06:00
Í kapphlaupi við tímann Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að panta bólusetningu gegn svínaflensu sem fyrst. 6.11.2009 06:00
Kemur í veg fyrir aðra óráðsíu „Við ætlum ekki að breyta þeirri grundvallarhugmynd að einkahlutafélög eru með takmarkaðar ábyrgðir. Það er grundvöllur hlutafélagaformsins,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. 6.11.2009 05:30
Embættismenn sem draga lappirnar hindra samstarf Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vill láta skoða kosti og galla þess að ríkisstjórn Ísland verði fjölskipað stjórnvald, eins og til dæmis í Svíþjóð. Þá bæri ríkisstjórnin sameiginlega ábyrgð á málum, sem lögð eru fyrir Alþingi, og hefði sameiginleg yfirráð yfir stjórnsýslunni í stað þess að einn ráðherra beri ábyrgð á hverju máli eins og nú er. 6.11.2009 05:00
Framkvæmt á vatnsverndarsvæði Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur, heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis og Skipulagsstofnun telja allar að vatnsvernd verði ógnað með lagningu Suðvesturlínu. 6.11.2009 04:30
Einu máli vísað til saksóknara Slitastjórn Kaupþings hefur vísað einu máli til sérstaks saksóknara eftir athugun á bókhaldi félagsins. Slitastjórnin hefur unnið að rannsókn á ráðstöfunum bankans í aðdraganda hruns með liðsinni endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers frá því í ágúst. 6.11.2009 04:00
Þjóðskrá færi sig milli húsa Hagkvæmni þess að sameina starfsemi Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands er í skoðun að beiðni Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra. 6.11.2009 02:45
Fjölþrepa skattkerfi með láglaunaþrepi Fjölþrepa skattkerfi með lágu þrepi fyrir láglaunafólk er ein þeirra leiða sem ríkisstjórnin hefur til athugunar við endurskoðun skattkerfisins. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn frá Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Höskuldur spurði hvort láglaunafólk mætti eiga von á því að persónuafslátturinn yrði hækkaður um næstu áramót í takt við verðlagsbreytingar, eins og umsamið var árið 2006. 6.11.2009 02:30
Hömlur settar á lausagöngu Þingmenn úr þremur af stærstu flokkum Færeyja leggja til að hömlur verði settar á lausagöngu sauðfjár í landinu. Einnig á að afmarka rétt sauðfjáreigenda til að halda fé sitt í byggð, þar sem það éti úr görðum og ógni trjágróðri. 6.11.2009 02:15
Ein lög fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk Fram er komið í þinginu, í þriðja sinn, frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn. Nær það til allra faggreina í heilbrigðisþjónustu en nú eru í gildi sérlög um fjölda greina og aðrar starfa eftir reglugerðum. 6.11.2009 02:00
Enginn eyddi meira en 300 þúsund Helmingur þeirra frambjóðenda til Alþingis, sem ekki höfðu skilað inn fjárhagsupplýsingum um framboð sitt til Ríkisendurskoðunar á miðvikudag, var úr VG, eða 18 af 36. 6.11.2009 01:30
Dreifðist með kartöflusalsa Noro-veiran sem herjað hefur á starfsfólk Kaupþings banka að undanförnu breiddist út með kartöflusalsa, auk þess að smitast á milli manna, að sögn Óskars Ísfeld Sigurðssonar, forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Ekki er vitað hvort veiran barst inn í bankann með matvælum eða fólki. Óskar segir að rannsókninni sé ekki fulllokið en sennilega fáist aldrei úr því skorið hvernig veiran hafi komist í bankann. Noro-veiran stingi sér alltaf öðru hvoru niður í samfélaginu. 6.11.2009 01:00
Afi og amma fela barnabarnið: „Veikja stöðu sína stórlega“ „Það er rétt að leggja áherslu á að það er hægt að skjóta svona málum til kærunefndar barnaverndarmála og síðan má kæra þá málsmeðferð til Barnaverndarstofu ef svo ber við,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu en RÚV sagði frá því fyrr í kvöld að afi og amma þriggja ára drengs væru farin í felur vegna þess að barnaverndarnefnd hugðist taka drenginn af þeim og setja í fóstur. 5.11.2009 21:10
Góðgerðarfélag gyðinga vilja 78 milljónir frá Kaupþingi Þriðja stærsta góðgerðarfélag gyðinga í Bretlandi vonast til þess að endurheimta 78 milljónir á núverandi gengi sem þeir töpuðu á íslensku bönkunum Kaupþingi og Kaupþing Singer and Friedlander eftir það þeir voru teknir yfir af skilanefndum á síðasta ári. 5.11.2009 20:38
Ömurleg umgengni útrásavíkings á Þingvöllum Eitt brýnasta verkefni Þingvallanefndar í friðlandi þjóðgarðsins, er að taka á ömurlegri umgengni við hálfkarað sumarhús Ágústs Guðmundssonar, Bakkavararbróður, segir formaður nefndarinnar. Ruslið verður ekki fjarlægt í vetur. 5.11.2009 19:28
Dómsgerð nauðgarans skilar sér á morgun Héraðsdómur Reykjavíkur ætlar í fyrramálið að senda gögn vegna nauðgunarmáls til ríkissaksóknara. Skortur á þeim varð til þess að dæmdum nauðgara og hrotta var sleppt úr varðhaldi í gær. Konan sem varð fyrir árás mannsins lifir í ótta um að rekast á hann á götu. 5.11.2009 18:46
Líf flutti tvo á spítala Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:58 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss í Langadal í Húnavatnssýslu samkvæmt tilkynningu. 5.11.2009 21:45
Sigrún Elsa: Ég er ekki að misskilja neitt „Það er einfaldlega ekki rétt sem stjórnarformaðurinn heldur fram að rekja megi hluta kostnaðaraukans vegna tafa á álveri í Helguvík til aðgerða ríkistjórnarinnar,“ segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrr í dag að Sigrún Elsa væri að misskilja. 5.11.2009 19:46
Laxveiðiferðir heita ráðgjafaþjónusta á bankamáli Laxveiðiferðir bankamanna virðast síður en svo liðnar undir lok. Fullyrt er að sá háttur sé hafður á að reikningar fyrir veiðferðir séu skráðir sem sérfræðiráðgjöf í bókhaldi ríkisbankanna. 5.11.2009 18:50
Könnun: ESB yrði kolfellt í kosningum Íslendingar myndu kolfella tillögu um inngöngu að Evrópusambandinu yrði kosið um það nú. Innan við þriðjungur þjóðarinnar er hlynntur aðild. 5.11.2009 18:41
Stjórnarformaður OR: Sigrún er að misskilja Guðlaugur Sverrisson formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur telur að ákveðins misskilnings gæti hjá Sigrúnu Elsu Smáradóttur fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. 5.11.2009 17:23
Borginni gert að greiða milljónir í bætur Reykjavíkurborg þarf að greiða karlmanni rúmlega 55 milljónir auk dráttarvaxta í bætur eftir að framkvæmdir við söluskála í Reykjavík voru stöðvaðar eftir að ágreiningur um framkvæmdina kom upp við íbúa í ´nágrenninu. Áður hafði maðurinn fengið byggingarleyfi hjá borginni. 5.11.2009 17:02
Nóróveirusýkingin í rénun Nóróveirusýkingin sem kom upp í Nýja Kaupþing banka og tengdum félögum í Reykjavík í liðinni viku er í rénun. Alls er talið að um 250 manns hafi veikst af veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sóttvarnalækni, Matvælaeftirliti - Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Matvælastofnun. 5.11.2009 16:42
Íslandsstofu ætlað að efla ímynd og orðspor Íslands Markmið nýrrar stofnunnar, Íslandstofu, sem sett verður á laggirnar á grunni Útflutningsráðs Íslands er að efla ímynd og orðspor Íslands, styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs á erlendum mörkuðum og laða erlenda ferðamenn og fjárfestingu til landsins. Stjórnarfrumvarpi um hina nýju stofnun var dreift á Alþingi í dag. 5.11.2009 15:44
Linda skildi marga eftir fjárhagslega og tilfinningalega gjaldþrota Linda Björk Magnúsdóttir, sem situr í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að vera ólöglegur innflytjandi þar í landi er fyrrverandi forstöðumaður í sértrúarsöfnuði. Söfnuðurinn hét Frelsið, kristileg miðstöð, og var starfræktur á árunum 1995 – 2001. 5.11.2009 15:26
Rússneskt hlerunardufl rak á land Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var í gær kölluð út til að kanna dufl sem barst á land í Skarðfjöru í grennd við Kirkjubæjarklaustur. Við nánari athugun reyndist um að ræða rússneskt hlerunardufl en einnig fannst í fjörunni rússnesk siglingabauja ásamt hita- og seltumælir úr kafbát sem notaður er til að mæla seltu- og hljóðhraða í sjónum. Fram kemur ávef Landhelgisgæslunnar að sjófarendum hafi ekki stafað hætta af hlutunum. Hvorki er vitað um aldur hlerunarduflsins né mælisins. 5.11.2009 15:17
Fækkar á Landspítalanum vegna svínaflensu Í dag liggja 29 sjúklingar á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af átta sem haldið er á gjörgæslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. Síðasta sólarhringinn hafa sex sjúklingar verið útskrifaðir af Landspítalanum en á móti kemur hafa tveir hafa verið lagðir inn. 5.11.2009 14:57
Eitt land ver meira fé til menntamála en Ísland Einungis eitt land í Evrópu ver meiru fé en Ísland til menntamála miðað við verga landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Key Data on Education in Europe 2009 sem er nýkomið út. 5.11.2009 14:40
Var Lenín framsóknarmaður? Iðnaðarráðherra segir að það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að ráðast í stófellda í atvinnuuppbyggingu á Norðausturlandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur ekki mikið fyrir þau orð og telur brýnt að nýir flokkar taki sæti í ríkisstjórn til að auka vægi atvinnusköpunar á landinu. Þetta var meðal þess sem kom fram í umræðu utan dagskrár á þingfundi í dag um álversuppbyggingu á Bakka við Húsavík. Í umræðunum velti þingmaður VG upp þeirri spurningu hvort Vladimir Lenín hafi verið framsóknarmaður. 5.11.2009 14:31
Dómsmálaráðherra vill aukafjárveitingu vegna hrunsins Dómsmálaráðherra fer fram á 106 milljóna króna aukafjárveitingu til dómstóla til að mæta auknu álagi vegna bankahrunsins. Ráðherra kynnti málið á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag. 5.11.2009 14:12
Slökkvilið kallað að Hofsvallagötu Slökkviliðið var kallað að húsi við Hofsvallagötu í Reykjavík um hálftvö í dag þegar kveikt var í blaðabunka þar inni. Húsráðandi taldi sig ekki geta ráðið við eldinn einsamall og kallaði því á aðstoð slökkviliðsins. Engu að síður tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en slökkviliðið kom á staðinn. 5.11.2009 13:50
Vatn komið á í Stykkishólmi Vatn rennur nú að nýju í vatnsveitu Stykkishólms. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að mestur hluti bæjarins hafi vatn, en búast má við truflunum fram eftir degi. Vatnið fór af í gær þegar unnið var að viðgerð á aðveituæðinni frá vatnsbóli veitunnar í Svelgsárhrauni, um 13 kílómetrum frá bænum. Mun lengri tíma tók að ná upp þrýstingi en ætlað hafði verið og hefur verið unnið að viðgerð í alla nótt. 5.11.2009 12:57
Furðar sig á yfirlýsingum Guðlaugs Ár er síðan Orkuveitan samdi um eins milljarðs króna skaðabætur við Mitzubishi vegna tafa á túrbínum og það komi einhverjum línulögnum ekki nokkrum sköpuðum hlut við Sigrún Elsa Smáradóttir, segir fulltrúi Samfylkingarinnar, í stjórn Orkuveitunnar sem furðar sig á yfirlýsingum stjórnarformanns Orkuveitunnar. Hún segir kostnaðarauka Orkuveitunnar frekar skýrast af því að framkvæmdir hafi verið fjármagnaðar á yfirdrætti undanfarið ár. 5.11.2009 12:42
Hallinn eykur þrýsting á aukinn niðurskurð Hallinn á ríkissjóði á þessu ári verður 30 milljörðum meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir þrátt fyrir að stjórnvöld hafi gripið til aðgerða í sumar sem minnka áttu hallann um 20 milljarða. Þetta eykur þrýsting á aukinn sparnað, niðurskurð og skattheimtu á næsta ári. 5.11.2009 12:29
Pylsuvagn datt af króki bifreiðar Pylsuvagn datt af króki bifreiðar sem átti að flytja hann á milli staða um hádegið í dag. Vagninn tafði umferð og því þurfti lögreglan að hafa afskipti af málinu eins og sést á meðfylgjandi mynd. 5.11.2009 12:19