Innlent

Rólegt hjá lögreglu

Mynd/Stefán Karlsson

Nóttin virðist víðast hvar hafa verið afar tíðindalítil hjá lögreglumönnum og hafði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu orð á því að hún hafi verið óvenju róleg. Nokkuð var af fólki í miðbænum en skemmtanahald fór vel fram. Tveir gistu fangageymslur.

Sömu sögu er að segja frá Akureyri en þar gistu karl og kona fangageymslur lögreglu vegna drykkjuláta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×