Innlent

Tveir stútar stöðvaðir

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Átján ára piltur var tekinn fyrir þessar sakir í Breiðholti en kauði hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. Karl á þrítugsaldri var svo stöðvaður í Kópavogi af sömu ástæðu.

Þá var tvítug kona tekin fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en hún missti stjórn á bíl sínum sem hafnaði utan vegar í Breiðholti í nótt. Til viðbótar stöðvaði lögreglan ökuferð tæplega fimmtugrar konu í gær. Hún var líka á ferðinni í Breiðholti en konan hafði þegar verið svipt ökuleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×