Innlent

Hálka á Hellisheiði

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Að öðru leyti er greiðfært á Suðurlandi sem og Vesturlandi. Norðanlands eru hálkublettir á Öxnadalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, Arnkötludal og á Hrafnseyrarheiði. Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og á Öxi. Þæfingsfærð er á Hellisheiði eystri.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×