Fleiri fréttir

Mátti banna rekstur einkastofu

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landspítalanum hafi verið heimilt að banna yfirlæknum með stjórnunar­skyldur á spítalanum að reka einnig sjálfstæðar læknastofur samhliða störfum sínum fyrir spítalann. Hæstiréttur sýknaði í gær spítalann af kröfu yfirlæknis um viðurkenningu á því að spítalanum hafi verið þetta óheimilt.

Alcoa býst við niður­stöðu um helgina

Alcoa býst við að fá upplýsingar um afstöðu ríkisvaldsins til þess hvort stjórnvöld ætli sér að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, sem rennur út um mánaðamót, á fundi sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um helgina.

Tíu prósent verðmunur í lágvöruverslunum á landsbyggðinni

Allt að 10% verðmunur reyndist á matvörukörfu sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum víðsvegar um land á þriðjudaginn þriðjudag. Vörukarfan sem innheldur 38 vörur var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.267 krónur en dýrust í Krónunni þar sem hún kostaði 15.595 krónur. Verðmunurinn er 1.328 krónur eða 9%.

Illugi er ánægður með nýja ritstjóra Morgunblaðsins

„Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddsonar, um ráðningu Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. „Haraldur og Davíð eru báðir menn með sterkar skoðanir en ég held að þeir muni reka þennan miðil mjög faglega,“ segir Illugi.

Blaðamannafélagið harmar uppsagnir á Morgunblaðinu

Blaðamannafélag Íslands harmar fjöldauppsagnir á Morgunblaðinu í nýrri ályktun sem félagið sendi frá sér undir kvöld. Þeir sem lengst hafi unnið hjá blaðinu og sagt var upp störfum í dag hafi verið þar í um fjörutíu ár. Á sama tíma og ritstjórum blaðsins er fjölgað í tvo sé gífurlegri reynslu og þekkingu nærri tuttugu blaðamanna kastað á glæ í nafni hagræðingar.

Sigurður Már Jónsson ritstjóri Viðskiptablaðsins

Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins, eftir því sem fram kemur á fréttavef VB. Haraldur Johannessen ritstjóri hverfur til starfa á Morgunblaðinu eins og kunnugt er. Sigurður Már hefur starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 1995 og hefur verið aðstoðarritstjóri blaðsins síðustu ár. Pétur Árni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mylluseturs, útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra miðla.

Gísli orðinn áskrifandi að Morgunblaðinu

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu í dag eftir langt hlé. Gísli segir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar segir hann jafnframt að stúlkan á símanum hafi sagt sér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari. Eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir.

Lögreglan fann stera og marijuana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði í gær tollayfirvöld við húsleit vegna gruns um sölu á sterum. Nokkuð magn af sterum og fjármunum fundust við húsleitir auk þess sem Tollstjórinn lagði hald á nokkuð magn ólöglegs varnings.

Fjöldi fólks hefur orðið fyrir skemmdum á húsnæði

Rauðri málningu var í nótt skvett á einbýlishús Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrum forstjóra Kaupþings en þetta er í þriðja sinn sem það er gert. Fjöldi slíkra atvika hafa orðið á síðustu mánuðum og rifjaði Guðný Helga upp hvaða skemmdarverk hafa verið unnin á eigum áberandi manna í viðskiptalífinu á árinu.

Óánægðir áskrifendur rifu kjaft við rangan aðila

„Ég er búin að fá sex símtöl á hálftíma frá fólki sem ætlar að segja upp áskrift af Morgunblaðinu," segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Huglausna sem rekur starfsemi á sviði upplýsingatækni, rekstri tölvukerfa og lausna m.a. fyrir fjármálafyrirtæki.

Spurningalistinn á íslensku myndi kosta 10 milljónir

Utanríkisráðuneytið hefur sent Bændasamtökunum svar við fyrirspurn þeirra um að fá afhenta íslenska útgáfu spurningalista framkvæmdastjórnar ESB. Ráðuneytið segir í svarbréfi að það hafi ekki í hyggju að leggja í þýðingu spurningalistans og ber m.a. fyrir sig kostnaði sem ráðuneytið áætlar að sé um 10 milljónir króna og verkið taki 2-3 mánuði að vinna. Með opinberri birtingu spurninganna telur ráðuneytið sig hafa gert almenningi kleift að kynna sér innihald þeirra með aðgengilegum hætti

Mosfellsbær vill einkasjúkrahús og hótel

Mosfellsbær og forsvarsmenn PrimaCare hafa verið í viðræðum um samvinnu varðandi byggingu og rekstur á nýju einkareknu sjúkrahúsi og hóteli því tengt í bænum samkvæmt tilkynningu sem Mosfellsbær sendi frá sér.

Formaður BÍ fagnar uppsögn sinni

„Ég er glöð að vera í þeim góða hópi fólks sem þarf að yfirgefa Morgunblaðið við þessar aðstæður sem nú eru uppi,“ segir formaður Blaðamannafélags Íslands, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, en henni var sagt upp á Morgunblaðinu í dag auk fjölda starfsmanna eins og Vísir greindi frá í morgun.

Vill eftirlit með Ólafi Ragnari

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og þingmaður segist áður hafa lagt til að utanríkisráðuneytið eigi vitni að viðtölum Ólafs Ragnars við erlenda fjölmiðla. Þetta segir Björn í tilefni þess að Bloomberg-fréttasjónvarpið hafði rangt eftir forsetanum í viðtali í gær að hans eigin sögn. Björn segir að eftirlitsmaðurinn gæti þá að minnsta kosti staðfest, að Ólafur Ragnar hefði ekki sagt neina vitleysu við fréttamanninn.

Biden og Obama ræddu um Ísland

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, varaforseti, ræddu nýverið um árangur Íslendinga á vettvangi hreinnar orku sem og tæknikunnátta Íslendinga. Þetta kom fram í samtali varaforsetans og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldverðarboði í gær þar sem þeir voru meðal gesta.

Skýra þarf lög um rannsóknarnefndir og ráðherraábyrgð

Vinnuhópur forsætisnefndar Alþingis um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu telur að skýra þurfi lög um ráðherraábyrgð og rannsóknarnefndir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps sem forsætisnefnd fól í fyrrasumar að fara yfir núgildandi lagareglur um eftirlit Alþingis með handhöfum framkvæmdarvalds og leggja mat á hvort breytinga væri þörf.

Formanni Blaðamannafélagsins sagt upp hjá Morgunblaðinu

Formanni Blaðamannafélagsins og blaðamaður hjá Morgunblaðinu, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, hefur verið sagt upp störfum hjá blaðinu. Þegar hefur fjölda starfsmanna verið sagt upp vegna víðtækra skipulagsbreytinga og telja þeir hátt á annan tug.

ASÍ kynnir viðamiklar tillögur um lausnir á skuldavanda

Alþýðusamband Íslands hefur kynnt tillögur sínar um lausnir á skuldavanda heimilanna en sambandið kynnti ríkisstjórn Íslands hugmyndirnar í gær. Í frétt á heimasíðu ASÍ segir að þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi hafi ýmsir gallar komið fram á greiðsluaðlögun fyrir fólk í alvarlegum fjárhagsvanda.

Stýrivextir áfram háir vegna AGS

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstri grænna lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um óbreytta stýrivexti. Seðlabankinn tilkynnti í morgun að stýrivextir væru óbreyttir og eru því enn 12%.

Kaldavatnslaust á Álftanesi

Í hádeginu varð bilun á aðveituæð kaldavatnsins á Álftanesi og því verður kaldavatnslaust fram eftir degi. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitunni að unnið sé að viðgerð.

Ákvörðun Seðlabankans kemur ekki óvart

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það vera vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki tilkynnt um lækkun stýrivaxta í morgun. Að sama skapi komi sú ákvörðun ekki á óvart því bankinn vinni náið með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem leggi ekki áherslu á lækkun stýrivaxta heldur að gjaldeyrishöftum verði aflétt. Ekki sé hægt að gera hvoru tveggja. Eygló bendir á að ríkisstjórn Geirs Haarde og Seðlabankinn hafi komið á gjaldeyrishöftum.

Áhugi Norðmanna styrkir Drekasvæðið

Iðnaðarráðherra segir áhuga Norðmanna á olíuleit við Jan Mayen styrkja Drekasvæðið. Forstjóri Sagex Petroleum segir mikla óvissu, áhættu og kostnað fylgja olíuleit á báðum svæðunum.

Krabbameinslyf kláruðust á Landspítalanum

Björn Zoëga forstjóri Landspítalans segir það gerast af og til að seinkun verði á flutningum á lyfjum milli landa sem geri það að verkum að ekki séu til lyf fyrir sjúklinga. Aðstandandi manns sem er í krabbameinsmeðferð á spítalanum hafði samband við fréttastofu og undraðist að ekki hefði verið hægt að gefa honum lyf í gær. Maðurinn fékk engar skýringar á hversvegna lyfin væru ekki til né hvenær von væri á þeim. Ekki alvarlegt vandamál segir Björn.

Samfylkingarfélög og Framsóknarfélög sameinast

Samfylkingarfélögin á Ólafsfirði og í Siglufirði hafa verið sameinuð í eitt félag, Samfylkingarfélag Fjallabyggðar. Framsóknarmenn hafa einnig tilkynnt um sameiningu félaga sinna í bæjarfélaginu sem tekur til starfa um næstu áramót. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006.

Kallar eftir þýðingum á spurningalista ESB og svörum stjórnvalda

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ásamt svörum íslenska ríkisins verði þýddur á íslensku og sendur alþingismönnum. Hann segir að þingmenn verði fá sem besta mynd af málinu og því verði að þýða spurningarnar og svörin. Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalistinn verði þýddur á íslensku.

Davíð og Haraldur á stjórnarfundi Árvakurs í gær - uppsagnir hafnar

Samkvæmt heimildum Vísis þá gengu Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen á fund stjórnar Árvakurs í gærdag. Þeir komu um miðbik fundarins. Ekki er ljóst hvað var rætt þar en stjórnarfundur var einnig haldinn á þriðjudaginn. Starfsmannafundur hefur verið boðaður klukkan hálf fimm í dag.

Seðlabankinn herðir snöruna

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum en þeir eru 12%. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu.“

Stýrivaxtaákvörðunin vonbrigði

„Ég verð að segja að þetta kemur ekki á óvart en um leið eru þetta vonbrigði," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um ákvörðun Seðlabanka Íslands um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum.

Seðlabankinn framlengir kreppuna

„Ég lít svo á að Seðlabankinn sé að ögra aðilum stöðuleikasáttmálans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að með ákvörðun sinni sé bankinn að framlengja kreppuna.

Málningu skvett í þriðja sinn á hús Hreiðars Más

Rauðri málningu var skvett í nótt á einbýlishús Hreiðars Más Sigurðssonar fyrrum forstjóra Kaupþings. Er þetta í þriðja sinn síðan í ágúst sem málningu er skvett á þetta hús Hreiðars Más.

Atlantsolía lækkaði um tvær krónur

Atlantsolía lækkaði í morgun verð á bensíni um tvær krónur á lítrann og dísilolíu um eina krónu. Bensínlítrinn þar kostar nú 182,40. Lækkunin er rakin til lækkunar á innkaupsverði.

Fíkniefnaakstur og 30 grömm heima

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið fundust 30 grömm af amfetamíni ásamt neysluáhöldum, við húsleit heima hjá honum.

Togbátur í vanda á Breiðafirði

Hundrað og áttatíu tonna togbátur lenti í erfiðleikum á Breiðafirði í gærkvöldi og kallaði skipstjóri eftir aðstoð.

Ljósmyndavörum stolið í innbroti

Brotist var inn í fyrirtæki í Reykjavík í nótt og þaðan stolið talsverðu af nýjum myndavélum og ýmsum dýrum ljósmyndavörum.

30 tonn af kókaíni í sýrópinu

Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara.

Þrýstingur á Seðlabankann

„Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skynsamleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag.

Lögin gera ekki ráð fyrir netinu

Breyta ætti lögum svo dómstólar fái heimildir til að láta fjarskiptafyrirtæki loka á vefsíður sem brjóta gegn vernd einkalífsins. Þetta er meðal þess sem lagt er til í bréfi Persónuverndar til dómsmálaráðherra.

Þúsundum nauðgað ár hvert

Skipulagðar nauðganir á konum og börnum eru aðför gegn mannréttindum sem alþjóðasamfélagið ætti að beita sér gegn með enn frekari hætti en gert er nú, segir Stefán Ingi Stefánsson, fra

Sjá næstu 50 fréttir