Innlent

Kallar eftir þýðingum á spurningalista ESB og svörum stjórnvalda

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, vill að spurningalisti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ásamt svörum íslenska ríkisins verði þýddur á íslensku og sendur alþingismönnum. Hann segir að þingmenn verði fá sem besta mynd af málinu og því verði að þýða spurningarnar og svörin. Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalistinn verði þýddur á íslensku.

Gunnar Bragi sendi beiðni til ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins vegna málsins. Hann á von á því að orðið verði við ósk hans. „Ég held að menn hljóti að verða við þessu og í rauninni ætlast ég til þess."

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að svör fagráðuneyta við 2500 spurningum framkvæmdastjórnarinnar berast utanríkisráðuneytinu um þessar mundir. Einhver ráðuneyti eiga eftir að svara hluta spurninganna sem þeim var ætlað. Gunnar Bragi vill að spurningarnar og svörin séu þýdd jafnóðum og spurningunum hefur verið svarið.

Utanríkisráðuneytið hefur frest fram í miðjan nóvember til að svara spurningalista framkvæmdastjórnarinnar.

Farið er yfir svörin í utanríkisráðuneytinu og stefnt er að því að senda þau til Brussel um mánaðamótin. Ráðuneytið hefur engu að síður frest til 16. nóvember til að svara spurningunum.


Tengdar fréttir

Bændasamtökin vilja að spurningalisti ESB verði þýddur á íslensku

Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir því að spurningalist framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarviðræðna Íslendinga verði þýddur á íslensku. Samtökin sendu utanríkisráðuneytinu bréf þess efnis 11. september en ekkert svar hefur borist. Óskin hefur nú verið ítrekuð í nýju bréfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×