Innlent

Gísli orðinn áskrifandi að Morgunblaðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli Marteinn Baldursson er orðinn áksrifandi að Morgunblaðinu að nýju. Mynd/ GVA.
Gísli Marteinn Baldursson er orðinn áksrifandi að Morgunblaðinu að nýju. Mynd/ GVA.
Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu í dag eftir langt hlé. Gísli segir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar segir hann jafnframt að stúlkan á símanum hafi sagt sér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari. Eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir.

Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hafa viðbrögð við ráðningu Davíðs í ritstjórastól verið mikil. Fjölmargir áskrifendur Morgunblaðsins hafa sett sig í samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í dag og kvartað yfir því að ná ekki sambandi við áskriftardeild blaðsins.

Gísli Marteinn velkist hins vegar ekki í vafa um glöggskyggni Davíðs. „Hafi einhver verið snjall í að skynja þjóðarsálina á undanförnum árum, er það Davíð Oddsson. Ég vona að sá hæfileiki og trú hans á íslensku þjóðinni muni skila okkur áskrifendum öflugu blaði sem segir satt og leggur gott til mála," segir Gísli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×