Innlent

Ljósmyndavörum stolið í innbroti

Brotist var inn í fyrirtæki í Reykjavík í nótt og þaðan stolið talsverðu af nýjum myndavélum og ýmsum dýrum ljósmyndavörum. Talið er að andvirði þýfisins hlaupi á háum upphæðum. Þjófavarnakerfi fór í gang, en þjófarnir voru eldsnöggir á vettvangi og voru horfnir þegar lögregla kom á vettvang. Þeir eru ófundnir, en lögregla er nú að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum, sem eru í fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×