Innlent

Mosfellsbær vill einkasjúkrahús og hótel

Mosfellsbær og forsvarsmenn PrimaCare hafa verið í viðræðum um samvinnu varðandi byggingu og rekstur á nýju einkareknu sjúkrahúsi og hóteli því tengt í bænum samkvæmt tilkynningu sem Mosfellsbær sendi frá sér.

Þar kemur fram að bærinn eigi í viðræðum við PrimaCare um einkasjúkrahús og hótel í bænum. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við áform forsvarsmanna fyrirtækisins.

Gangi samningar eftir er gert ráð fyrir að einkasjúkrahús og hótel á vegum PrimaCare muni skapa störf fyrir 600 manns.




Tengdar fréttir

Heilsuspítali mun skila milljörðum í gjaldeyristekjur

Stefnt er að því að hefja byggingu á einkaspítala og heilsuhóteli á næsta ári. Forsvarsmenn spítalans telja að starfsemin muni geta skilað allt að 10 þúsund ferðamönnum til landsins og rúmlega 10 milljörðum í gjaldeyristekjur. Fyrirhugaður spítali verði byggður upp á grænum gildum, að sögn framkvæmdastjóra Primacare sem stendur á bak við verkefnið.

Einkaspítalinn vonandi ekki reistur á loftköstulum

„Ég hef ekki aldrei verið hugfanginn að markaðsvæðingu á heilbrigðisþjónustu en ég hef í sjálfu sér ekkert við einkaspítala að athuga fyrr en farið er að gera út á skattgreiðendur,“ segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, aðspurður um fyrirhugaðan einkaspítala og heilsuhótel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×