Innlent

Tíu prósent verðmunur í lágvöruverslunum á landsbyggðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vörukarfan var ódýrust í Bónust. Mynd/ Anton.
Vörukarfan var ódýrust í Bónust. Mynd/ Anton.
Allt að 10% verðmunur reyndist á matvörukörfu sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum víðsvegar um land á þriðjudaginn þriðjudag. Vörukarfan sem innheldur 38 vörur var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.267 krónur en dýrust í Krónunni þar sem hún kostaði 15.595 krónur. Verðmunurinn er 1.328 krónur eða 9%.

Í frétt á vef Alþýðusambands Íslands segir að athygli veki hversu mikill verðmunur er milli vörutegunda í verslununum. Verðlagseftirlitið brýnir það því fyrir neytendum að gera verðsamanburð áður en verslað er og bendir neytendum sérstaklega á að nýta sér mælieiningaverð við verðsamanburð á vörum sem eru í mismunandi pakkastærðum. Neytandinn eigi að geta séð mælieiningaverð, sem er verð á einum lítra eða kíló af vörunni, á hillumiða í versluninni.

Vörukarfan sem borin er saman samanstendur af 38 almennum neysluvörum til heimilisins svo sem mjólkurvörum, osti, brauði, morgunkorni, grænmeti, áleggi, kjöti, drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Við útreikning á verði körfunnar er tekið mið af því hvar neytandinn fær mest magn af ákveðinni matvöru og geta vörumerki í sumum tilvikum verið

mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð í Bónus Egilsstöðum, Krónunni Vestmannaeyjum, Nettó Akureyri og Kaskó Húsavík. Um beinan verðsamanburð að ræða þar sem ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×