Innlent

Sigurður Már Jónsson ritstjóri Viðskiptablaðsins

Jón Hákon Halldórrson skrifar
Sigurður Már Jónsson er nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins. Mynd/ Pjetur.
Sigurður Már Jónsson er nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins. Mynd/ Pjetur.
Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins, eftir því sem fram kemur á fréttavef VB.

Haraldur Johannessen ritstjóri hverfur til starfa á Morgunblaðinu eins og kunnugt er. Sigurður Már hefur starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 1995 og hefur verið aðstoðarritstjóri blaðsins síðustu ár.

Pétur Árni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mylluseturs, útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra miðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×