Formaður BÍ fagnar uppsögn sinni 24. september 2009 15:13 „Ég er glöð að vera í þeim góða hópi fólks sem þarf að yfirgefa Morgunblaðið við þessar aðstæður sem nú eru uppi," segir formaður Blaðamannafélags Íslands, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, en henni var sagt upp á Morgunblaðinu í dag auk fjölda starfsmanna eins og Vísir greindi frá í morgun. „Sjálf hafði ég reyndar ítrekað óskað eftir skýringum á hvert stefndi gagnvart mér enda fannst mér anda köldu í minn garð," segir Þóra Kristín um aðdraganda uppsagnarinnar. Þóra Kristín mun þó sakna Morgunblaðsins enda góður vinnustaður að hennar sögn. „Þar störfuðu margir frábærir blaðamenn í áratugi og þarna fer forgörðum samanlagt mörg hundruð ára reynsla," segir hún um uppsagnirnar sem hófust í morgun. Talið er að um fjörutíu manns verði sagt upp hjá fyrirtækinu öllu vegna skipulagsbreytinga. „Það er virkilega orðin spurning hvort blaðamennska á Íslandi sé mönnum bjóðandi," segir Þóra Kristín. Hávær orðrómur er uppi um að Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, taki við sem ritstjórar blaðsins. Og Þóra vandar ekki kveðjurnar til eiganda Árvakurs: „Við eigendur Morgunblaðsins vil ég segja það að ef flugufréttir eru réttar um að til standi að breyta blaðinu í þröngt flokksblað, eins konar Varðturn sérhagsmuna ákveðinnar deildar innan Sjálfstæðisflokksins, þá var þeim þremur milljörðum sem íslenskur almenningur afskrifaði, til að núverandi eigendur gætu eignast blaðið, afar illa varið." Haldinn verður starfsmannafundur hjá Árvakri klukkan hálf fimm í dag. Þá mun framtíð Morgunblaðsins hugsanlega skýrast. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Ég er glöð að vera í þeim góða hópi fólks sem þarf að yfirgefa Morgunblaðið við þessar aðstæður sem nú eru uppi," segir formaður Blaðamannafélags Íslands, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, en henni var sagt upp á Morgunblaðinu í dag auk fjölda starfsmanna eins og Vísir greindi frá í morgun. „Sjálf hafði ég reyndar ítrekað óskað eftir skýringum á hvert stefndi gagnvart mér enda fannst mér anda köldu í minn garð," segir Þóra Kristín um aðdraganda uppsagnarinnar. Þóra Kristín mun þó sakna Morgunblaðsins enda góður vinnustaður að hennar sögn. „Þar störfuðu margir frábærir blaðamenn í áratugi og þarna fer forgörðum samanlagt mörg hundruð ára reynsla," segir hún um uppsagnirnar sem hófust í morgun. Talið er að um fjörutíu manns verði sagt upp hjá fyrirtækinu öllu vegna skipulagsbreytinga. „Það er virkilega orðin spurning hvort blaðamennska á Íslandi sé mönnum bjóðandi," segir Þóra Kristín. Hávær orðrómur er uppi um að Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, og Haraldur Johannessen, ritstjóri Viðskiptablaðsins, taki við sem ritstjórar blaðsins. Og Þóra vandar ekki kveðjurnar til eiganda Árvakurs: „Við eigendur Morgunblaðsins vil ég segja það að ef flugufréttir eru réttar um að til standi að breyta blaðinu í þröngt flokksblað, eins konar Varðturn sérhagsmuna ákveðinnar deildar innan Sjálfstæðisflokksins, þá var þeim þremur milljörðum sem íslenskur almenningur afskrifaði, til að núverandi eigendur gætu eignast blaðið, afar illa varið." Haldinn verður starfsmannafundur hjá Árvakri klukkan hálf fimm í dag. Þá mun framtíð Morgunblaðsins hugsanlega skýrast.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira