Innlent

Skýra þarf lög um rannsóknarnefndir og ráðherraábyrgð

Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor á Bifröst og fyrrverandi alþingismaður, er formaður vinnuhópsins.
Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor á Bifröst og fyrrverandi alþingismaður, er formaður vinnuhópsins.
Vinnuhópur forsætisnefndar Alþingis um eftirlit þingsins með framkvæmdarvaldinu telur að skýra þurfi lög um ráðherraábyrgð og rannsóknarnefndir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu vinnuhóps sem forsætisnefnd fól í fyrrasumar að fara yfir núgildandi lagareglur um eftirlit Alþingis með handhöfum framkvæmdarvalds og leggja mat á hvort breytinga væri þörf.

Vinnuhópurinn leggur áherslu á að staða þingsins í stjórnskipuninni sé skoðuð markvisst og möguleikar Alþingis til að rækja eftirlitshlutverk sitt efldir að sama skapi. Leggur hópurinn til að í þessu skyni sé réttur minnihluta til að sinna þingeftirliti og kalla eftir rannsókn mála aukinn, upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra lögfest og samráðsskylda þeirra við þingið fest í sessi í fleiri málum en nú er.

Þá leggur hópurinn til að skýrar reglur séu settar í þingsköp um meðferð mála innan þingsins þegar ásakanir koma fram um meint brot ráðherra í starfi og að tiltekinni fastanefnd verði falið að undirbúa slík mál undir frekari ákvörðun þingsins. Þá leggur hópurinn jafnframt til að sett verði almenn lög um skipan og málsmeðferð fyrir rannsóknarnefndum.

Í vinnuhópnum áttu sæti: Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor og formaður vinnuhópsins, Ragnhildur Helgadóttir prófessor og Andri Árnason hrl. Með hópnum starfaði Ásmundur Helgason lögfræðingur.

Skýrslu vinnuhópsins er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×