Innlent

Samfylkingarfélög og Framsóknarfélög sameinast

Samfylkingarfélögin á Ólafsfirði og í Siglufirði hafa verið sameinuð í eitt félag, Samfylkingarfélag Fjallabyggðar. Framsóknarmenn hafa einnig tilkynnt um sameiningu félaga sinna í bæjarfélaginu sem tekur til starfa um næstu áramót. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðar og Siglufjarðar árið 2006.

Stjórnir Samfylkingarfélaganna á Ólafsfirði og í Siglufirði hafa jafnframt ákveðið að bjóða fram S-lista við komandi sveitastjórnarkosningar í Fjallabyggð næsta vor.

Á félagsfundi Framsóknarfélaganna í Fjallabyggð í gær voru samþykktar tvær ályktanir. Félögin mótmæla skerðingu á löggæslu í sveitarfélaginu og skora á bæjarráð að fylgja málinu eftir. Þá mótmæla Framsóknarfélögin harðlega áformum ríkisstjórnarinnar að leggja niður embætti skattstjóra Norðurlands vestra sem staðsett er í bæjarfélaginu. „Félögin skora á fjármálaráðherra að hverfa frá því að fækka frekar opinberum störfum í Fjallabyggð, enda hefur þeim fækkað gríðarlega á undanförnum árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×