30 tonn af kókaíni í sýrópinu 24. september 2009 07:00 Á myndinni má sjá hluta af sýrópsbrúsunum sem lögreglan í Guayaquil, stærstu borg Ekvadors, lagði hald á í maí. Fíkniefnafundurinn er með þeim allra stærstu í sögunni.Fréttablaðið / ap Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þrír Íslendingar sem handteknir voru í sumar og sátu um tíma í gæsluvarðhaldi, Ársæll Snorrason, Gunnar Viðar Árnason og Sigurður Ólason, voru taldir tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í heiminum. Í málinu lagði lögreglan í Ekvador hald á um 600 brúsa af melassa, eins konar dökku sýrópi, sem búið var að blanda í tæplega 30 tonnum af hreinu kókaíni. Efnin voru á leið til Evrópu og voru metin á hundruð milljónir dollara. Málið, sem gekk undir vinnuheitinu Landamærafellibylurinn hjá lögreglu, kom upp í maí síðastliðnum og vakti gríðarlega athygli ytra. Málið teygði anga sína til Hollands, Lettlands, Bahamaeyja, Þýskalands og Íslands og vel á annan tug manna var handtekinn vegna þess. Í Ekvador voru fimm handteknir, þrír Ekvadorar, einn Rússi og alræmdur lettneskur glæpamaður, Vladimir Mitrevics, sem kallaður er Sólblómið og er talinn einn af höfuðpaurunum. Sex voru handteknir í Hollandi, meðal þeirra Hollendingurinn Ronny Verwoerd og Ísraelsmaðurinn Erez Zizov. Sagt hefur verið frá því að þeir tveir hafi haft samskipti við þremenningana íslensku. Ársæll hafi komið þeim í samband við Sigurð, sem aftur hafi hjálpað þeim að stofna fyrirtæki á Íslandi til að kaupa vörubíla. Þessi tengsl leiddu til handtöku Íslendinganna. Í rökstuðningi lögreglu fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðum yfir þeim voru þeir sagðir grunaðir um aðild að tilraun til að smygla 17 af tonnunum 30 til Evrópu. Aðalmeðferð hefst í dag í máli Gunnars Viðars, sem einn er ákærður fyrir innflutning á sex kílóum af amfetamíni til landsins með póstsendingu í vor, sem send var frá Hollandi af Roel nokkrum Knopper. Knopper var einnig handtekinn í kókaínmálinu risavaxna. Sigurður og Ársæll eru ekki ákærðir í því máli, en ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar ásakanir á hendur þeim um peningaþvætti og tengsl við alþjóðlegan glæpahring. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira