Innlent

ASÍ kynnir viðamiklar tillögur um lausnir á skuldavanda

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Alþýðusamband Íslands hefur kynnt tillögur sínar um lausnir á skuldavanda heimilanna en sambandið kynnti ríkisstjórn Íslands hugmyndirnar í gær. Í frétt á heimasíðu ASÍ segir að þrátt fyrir góðan ásetning í upphafi hafi ýmsir gallar komið fram á greiðsluaðlögun fyrir fólk í alvarlegum fjárhagsvanda.

„Þessi hópur er stór og fer stækkandi," segir einnig um leið og vitnað er í könnun ASÍ sem sýnir að um 10 þúsund fjölskyldur geti verið að ræða.

„Alþýðusambandið telur því afar brýnt að einfalda, skýra og flýta ferlinu og vill fela sýslumönnum umsjón með samræmdri framkvæmd þess. Þá telur ASÍ brýnt að lækka kostnað þeirra sem lenda með skuldir í löginnheimtu og að styrkja þurfi stöðu skuldara gagnvart kröfuhöfum og innheimtuaðilum," segir einnig.

Hér að neðan má sjá minnisblað ASÍ vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×