Innlent

Afsögn Ögmundar kom á óvart - fundar með Steingrími

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ögmundar Jónassonar hafi komið sér á óvart. Hún segir að Ögmundur hafi beðið um fundinn í morgun. Jóhanna segir að ekki sé búið að velja eftirmann Ögmunds, fyrst verði hún að ræða við Steingrím J. Sigfússon formann VG en fundur þeirra hófst klukkan eitt.

Jóhanna sagðist þó vera ánægð með að Ögmundur ætli sér að styðja ríkisstjórnina. Að sögn Jóhönnu þarf að leiða Icesave málið til lykta sem allra fyrst og að tillögur í þá átt eru væntanlegar.

Jóhanna sagðist hinsvegar ekki geta fullyrt að ríkisstjórnin hafi tryggan meirihluta fyrir lausn málsins á Alþingi.














Tengdar fréttir

Ögmundur að biðjast lausnar?

Orðrómur er uppi um að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra muni segja af sér ráðherradómi vegna andstöðu sinnar við Icesave málið. Hann hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu nú í hádeginu.

Ögmundi augljóslega stillt upp við vegg

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina vera komna í öngstræti og verði í raun að víkja. Hann furðar sig á því að Ögmundur Jónasson hafi sagt af sér ráðherraembætti og gefur sér að hann hafi verið beittur þrýstingi. Núna sé eini maðurinn sem er í takti við þjóðina í Icesavemálinu farinn úr ríkisstjórn.

Framsóknarmenn með tillögur í lánamálum Íslendinga

Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson voru staddir í Stjórnarráðinu á sama tíma og Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórninni. Höskuldur Þórhallsson varaformaður flokksins vildi lítið tjá sig um málið í samtali við vísi og vísaði á formanninn Sigmund Davíð. Höskuldur sagði þó að Ögmundur væri maður að meiri að hafa hætt í stjórninni.

Ögmundur hættur í ríkisstjórninni

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu fyrir stundu. Um leið lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×