Innlent

Tillögur ríkisstjórnar breyta engu - ætla samt í greiðsluverkfall

„Óljós úrræði til lausnar á skuldavanda heimilanna sem félagsmálaráðherra hefur kynnt skömmu fyrir boðað greiðsluverkfall breyta ekki forsendum verkfallsins," segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þeir boða því enn greiðsluverkfall þrátt fyrir boðaðar aðgerðir félagsmálaráðherra varðandi aðstoð við heimilin.

Hagsmunasamtökin gagnrýna ríkisstjórnina harðlega og segja:

„Kynning stjórnvalda á fyrirhuguðum úrræðum hefur verið mjög ótrúverðug svo ekki sé meira sagt. Fullyrðingar um að tillögurnar hafi verið unnar í samráði við Hagsmunasamtök heimilanna eru ósannar og virðast settar fram til að blekkja almenning og grafa undan greiðsluverkfallinu."

Í ljósi andstöðu Hagsmunasamtaka heimilanna þá mun greiðsluverkfall hefjast 1. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×