Innlent

Hannes Hólmsteinn mætir á þing ungs Samfylkingarfólks

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, verður meðal gesta á landsþingi Ungra jafnaðarmanna sem fer fram um helgina í Reykjavík. Á þinginu munu hann og Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, takast á í sérstökum kappræðum um hvaða hugmyndafræði eigi að hafa að leiðarljósi í uppbyggingu Íslands.

„Ef einhver getur snúið Hannesi þá er það Kristrún," segir Anna Pála Sverrisdóttir, fráfarandi formaður Ungra jafnaðarmanna. Hún segir markmiðið með rökræðunum þó ekki vera að snúa einhvern niður. „Við viljum að ungt fólk á landsþinginu fái umræðu um hugsjónir beint í æð. Hugmyndafræðin sem við endurreisum Ísland á skiptir öllu máli og þar standa Hannes og Kristrún fyrir gjörólíka nálgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×