Innlent

Þingflokkur VG fundar vegna afsagnar

Þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna eru á leiðinni á þingflokksfund. Þar verður væntanlega rætt um afsögn Ögmundar Jónassonar, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra nú í hádeginu.

Vísir náði tali af Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, en hún vildi ekki tjá sig um stöðu mála.

Þá reyndi Vísir að ná í formann þingflokksins, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, en án árangurs.

Þingflokkur Samfylkingarinnar fundar klukkan fjögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×