Innlent

Ögmundur að biðjast lausnar?

Orðrómur er uppi um að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra muni segja af sér ráðherradómi vegna andstöðu sinnar við Icesave málið. Hann hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu nú í hádeginu.

Óljóst er hvert umræðuefnið er en víst má telja að þau ræði Icesave málið og þann skort á samstöðu sem virðist vera um það í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum fréttastofu hitti Ögmundur Steingrím J. Sigfússon á einkafundi í morgun áður en hann fór á fund Jóhönnu.

Ögmundur mun ræða við blaðamenn að loknum fundi í Stjórnarráðinu og hafa menn leitt að því líkum að þar muni hann tilkynna um afsögn sína úr ríkisstjórn.

Það hefur þó ekki fengist staðfest en áður en Ögmundur hélt á fundinn vildi hann ekki tjá sig fyrr en að loknum fundi. Aðspurður hvort hann gæti játað eða neitað því að hann væri á leið úr stjórninni sagðist hann ekki vilja gera það.














Tengdar fréttir

Stjórnin fellur ef ekki næst samstaða um Icesave-málið

Náist ekki samstaða um lyktir Icesave-málsins innan ríkisstjórnarflokkanna í vikunni er ríkisstjórnarsamstarfinu sjálfhætt. Þetta er mat Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur misst alla þolinmæði vegna málsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×