Innlent

Hefur beðið um fund vegna löggæslumála

Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal.
Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir fundi í alsherjarnefnd til þess að fara yfir þær hugmyndir er snúa að breytingum varðandi löggæslumál og sýslumannsembættin í landinu. Hún á ekki von á öðru en að Steinunn Valdís Óskarsdóttir formaður alsherjarnefndar bregðist vel við og fari yfir þessi mál.

„Þetta hefur nú ekki ennþá verið til umræðu í þinginu en það væri gott að fá að vita hvað þetta þýðir gagnvart öryggi íbúa og hver hagræðingin sé í raun og veru. Það hefur verið gengið nokkuð á lögregluna hér á höfuðborgarsvæðinu og ekki síst úti á landi í dálítinn tíma, ég tel því brýnt að fá að vita hvað sé um að vera," segir Ólöf.

Hún segist vonast til þess að umræddur fundur verði settur á hið fyrsta en eðlilega sé Steinunn Valdís ekki búin að svara þar sem stutt er síðan hún bað um fundinn. „Ég á ekki von á öðru en hún bregðist vel við, eins og hún er vön að gera."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×