Innlent

Segir andstæðinga sína skemmdarvarga

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksisn ritar snarpann pistil á heimasíðu sína í kvöld. Þar fer hann yfir viðbrögð nokkurra ráðherra nú þegar íslendinga vantar sárlega erlenda fjárfestingu og útflutningstekjur eins og hann orðar það.

Viðbrögðin á þessum tímamótum eru eftirfarandi að mati Tryggva:

Þórunn Sveinbjarnardóttir - tafði framkvæmdir við álver á Bakka þannig að hugsanlega verður ekki af henni.

Steingrímur Sigfússon - setti sig upp á móti álveri á Bakka og fann henni allt til foráttu.

Ríkisstjórn Íslands - neitaði að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa.

Svandís Svavarsdóttir - snéri við úrskurði skipulagstofnunar um raflínur að Helguvík sem setur framkvæmdina þar í voða.

Ríkisstjórn Íslands - ætlar að setja skatta á rafmagn sem fælir frá stórorkunotendur.

„Skemmdarvargar!!!" segir Tryggvi svo í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×