Innlent

Þjóðleikhússtjóri skipaður á morgun

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, skipar á morgun í stöðu Þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára. Í samtali við fréttastofu var Katrín þögul sem gröfin og vildi ekki gefa upp hvern hún muni skipa.

Alls sóttu níu um stöðu Þjóðleikhússtjóra þegar staðan var auglýst í sumar. Þjóðleikhúsráð mat Tinnu Gunnlaugsdóttur, núverandi leikhússtjóra og Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra og fyrrum leikhússtjóra Borgarleikhússins, hæfastar og aðra umsækjendur hæfa.

Fjórir umsækjendur andmæltu umsögn Þjóðleiksráðs. Þá var kvartað yfir því að ráðið hefði ekki tekið viðtal við umsækjendur. Í framhaldinu skipaði Katrín starfshóps til að ræða við alla umsækjendurna sem skilaði nýverið umsögn til hennar.

Auk Tinnu og Þórhildar sóttu Ari Matthíasson, Hlín Agnarsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Hilmar Jónsson, Magnús Ragnarsson og Sigurður Kaiser um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×