Innlent

Íslenskur sendifulltrúi á Kyrrahafseyjunum

Hátt í hundrað manns létust í flóðbylgjunni á Samóa.
Hátt í hundrað manns létust í flóðbylgjunni á Samóa.

Rauði Krossinn á Íslandi er með íslenskan sendifulltrúa á Kyrrahafseyjunum þar sem flóðbylgja reið yfir í gærkvöldi og hefur orðið hátt í hundrað manns að bana. Þá hafa þúsundir misst heimili sín og margra er saknað.

Sendifulltrúi Rauða Kross Íslands, Helga Bára Bragadóttir er sendifulltrúi á Fiji eyjum. 135 sjálfboðaliðum Rauða Krossins voru á strandsvæðum Samóa í gær og létu almenning vita af yfirvofandi flóðbylgjunni sem reið yfir með hrikalegum afleiðingum.

Á Samóaeyjum hefur Rauði krossinn komið upp fimm tjaldbúðum fyrir fólk sem komst lífs af úr flóðbylgjunni, sem reið yfir eyjarnar eftir að snarpur jarðskjálfti varð neðansjávar.

Sjálfboðaliðar eru þessa stundina að dreifa plastdúkum, drykkjarvatni og sjúkragögnum meðal 10 - 15 þúsund manna sem urðu að flýja heimili sín.

Hjálparteymi nýsjálenska Rauða krossins er á leið til Samóaeyja og verið er að kalla saman ýmsa sérfræðinga í vatnsöflun, dreifingu hjálpargagna, læknishjálp, sálrænum stuðningi og birgðastjórnun.

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904 1500 fyrir þá sem vilja styðja hjálparstarf meðal fórnarlamba flóðanna á Kyrrahafseyjum. Þá dragast 1500 krónur frá næsta símreikningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×