Innlent

Ráðherrar ósamstíga í yfirlýsingum um skuldaleiðréttingu

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir ósamræmi í yfirlýsingum ráðherra um skuldaleiðréttingu heimilanna. Hún segir óstjórn einkenna verkstjórn forsætisráðherra.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, upplýsti um helgina að greiðslubyrði lána verði færð aftur fyrir hrun.

Eygló bendir á að félagsmálaráðherra sé ráðherra velferðarmála og hann eigi að þekkja hvað best skuldastöðu heimilanna. Aftur á móti sýnist sér sem félagsmálaráðherra fái ekki nauðsynlegan stuðning frá þeim ráðherrum sem fara með efnahagsmálin í núverandi ríkisstjórn.

„Árni Páll kynnti tillögurnar um helgina en aftur á móti sagðist Steingrímur í morgun hafa efasemdir og ekki viss hvort hægt væri að fara í almennar aðgerðir. Að auki hefur Jóhanna sagt að tillögur um úrbætur muni liggja fyrir fyrir áramót." Fyrir vikið verða þær hugmyndir sem fram eru komnar ótrúverðugar, að mati þingmannsins. „Það hljóta fleiri en ég að vera að velta fyrir sér hvað sé eiginlega í gangi hérna.“

Eygló segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið kynnt til leiks sem skörulegur verkstjóri og að hún væri forsætisráðherra sem léti verkin tala. Því væri hins vegar ekki að skipta heldur algjör óstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×