Fleiri fréttir

Össur vill að Bjarni hugsi

Hótel Valhöll er nú rústir einar eftir brunann í fyrradag. Húsið fuðraði upp á örskömmum tíma og mildi þykir að ekki urðu slys á fólki. Hótelrekstur hefur verið í Valhöll frá árinu 1898 en það var flutt á núverandi stað skömmu fyrir Alþingishátíðina árið 1930.

Villtust í stuttbuxum á Sólheimajökli

Þrír menn villtust á göngu sinni við Sólheimajökul í gærkvöld. Tveir þeirra voru illa búnir á stuttbuxum. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli segir að mennirnir hafi verið í símasambandi en þeim var orðið kalt. Mennirnir komu heilir höldnu niður.

Afar þung umferð til Reykjavíkur

Umferð til Reykjavíkur hefur verið að þyngjast síðustu tvo klukkutíma. Lögreglan á Selfossi segir að á milli Hveragerðis og Selfoss sé bíll við bíl en umferðin miði þó vel áfram. Að sögn lögreglunnar á Akranesi hefur umferð á þjóðveginum í grennd við bæjarfélagið þyngst mikið eftir því sem liðið hefur á daginn en þrátt fyrir það hefur hún gengið stóráfallalaust fyrir sig.

Allir mælar sýndu meira en 20 stiga hita

Einar Sveinbjörnsson, verðurfræðingur, segir að allir tiltækir mælar á höfuðborgarsvæðinu hafi klukkan 14 sýnt að minnsta kosti 20 gráður á celsíus utan Straumsvíkur þar sem hit var 17 gráður. Á bloggsíðu sinni segir að þetta sé ekki algeng upplifun á höfuðborgarsvæðinu.

Óvíst hvort að hótel rísi á nýjan leik á Þingvöllum

Óvíst er hvort hótel verður reist á Þingvöllum á nýjan leik eftir að Hótel Valhöll brann til grunna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að allar framkvæmdir þar yrðu að bíða betri tíma. Hún sagði ljóst að eitthvað yrði í framtíðinni gert á Þingvöllum, en ekki væri sjálfgert að það yrði á sama stað eða að þar yrði hótelrekstur.

Skoðun Ragnheiðar óbreytt - er hlynnt aðildarviðræðum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er hlynnt aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún hyggst ekki gefa ekki upp hvaða tillögu hún styður fyrir enn að loknum umræðum um um málið á þingi.

Landsmóti UMFÍ slitið

Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fór fram um helgina á Akureyri var slitið eftir hádegi í dag þegar Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti Íþróttabandalagi Akureyrar, sigurvegurum mótsins, bikar. Mótið þótti takast einkar vel upp en að auki hefur veður verið afar gott fyrir norðan.

Óvíst hvað Birgitta gerir verði tillaga Bjarna felld

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ætlar að styðja tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Hún hefur hins vegar ekkert sagt um það hvernig hún greiðir atkvæði um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Norrænir guðir yfirtaka Eden

Iðavellir heitir setur norrænnar goðafræði, sem hefur verið opnað í Hveragerði þar sem áður var Eden.

Svínaflensan komin til Færeyja

Svínaflensan er komin til Færeyja. Fyrir helgi voru sýni tekin úr öllum börnum og starfsfólki leiksskóla í bænum Hoyvík en faðir barns á leikskólanum hefur greinst með flensuna. Þeir sem boðaðir voru í sýnatöku voru beðnir að koma ekki inn á Landssjúkrahúsið vegna smithættu. Þess í stað voru sýnin tekin úr fólki úti á bílastæði að því er fram kemur í færeyskum fjölmiðlum.

Gagnrýnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins

Dögg Pálsdóttir lögmaður sem bauð sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu alþingiskosningum, gagnrýnir flokkinn fyrir að leggja til að farið verði í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Málningu skvett á hús Steingríms

Blóðrauðri málningu var skvett á heimili Steingríms Wernerssonar í nótt. Þetta er í fimmta sinn sem eignaspjöll eru unnin á heimilum auðmanna eftir bankahrunið.

Framsóknarmenn vilja aðildarviðræður

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stefnu flokksins í Evrópumálum skýra. Hún kveði á um aðildarviðræður um hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hún segir þó ljóst að innan Framsóknarflokksins sé einnig andstæða við slíkar viðræður. Siv var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Róleg nótt hjá lögreglu

Nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglu víða um land. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti þó í tvígang að hafa afskipti af fólki á Hafnargötu í Reykjanesbæ vegna slagsmála. Einn var handtekinn í kjölfarið fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglumanna. Þá handtók lögregla ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum amfetamíns.

Öryrkjum hefur fjölgað um 8000 á 10 árum

Öryrkjum hefur fjölgað um rúmlega 8000 á 10 árum. Mun fleiri konur en karlar eru skráðar öryrkjar. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Ásbjörns Óttarssonar, þingsmanns Sjálfstæðisflokksins.

Kallar eftir tillögum frá Þingvallanefnd

Lögreglan á Selfossi biður þá sem fara til Þingvalla næstu daga að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá brunarústum Valhallar. Rannsókn er hafin á upptökum brunans, skýrslur hafa verið teknar af nokkrum starfmönnum hótelsins og vettvangsrannsókn verður framhaldið á mánudag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skoðaði brunarústirnar í dag. Hún sagðist mundu leggja fyrir Þingvallanefnd að koma með tillögur um hvað gera skuli á staðnum.

Fimmfaldur næst

Enginn var með allar tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og því verður potturinn fimmfaldur í næstu viku. Sex voru með fjórar réttar tölur auk bónustölu. Tölurnar í kvöld voru 6, 10, 13, 18 og 24. Bónustalan var 26.

Ung vinstri græn styðja Ásmund Einar

Ung vinstri græn hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Ásmund Einar Daðason, þingmann flokksins, og telja að tillaga sem felur í sér þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild, brjóti ekki gegn stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar.

Óskar Össuri til hamingju með brunann

Bjarni Harðarson, fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, óskar Össuri Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, til hamingju með eldvoðann á Þingvöllum og umfjöllun Alþingis um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Vill tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, telur að Íslendingar muni ekki fá neina sérmeðferð í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Hún vill að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að ESB.

Jóhanna skoðar vegsummerki eftir eldsvoðann

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kom til Þingvalla í dag til að skoða vegsummerki eftir brunann í gær en ekki stendur steinn yfir steini af hinu fornfræga Hótel Valhöll. Slökkvilið og vinnuvélar vinna nú við að rífa niður þá veggi sem enn standa uppi og er brak úr húsinu flutt á brott jafnóðum. Rætt verður við Jóhönnu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ólíklegt að kosið verði um ESB á mánudag

Ólíklegt er að hægt verði að greiða atkvæði um þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á mánudag, eins og forsætisráðherra vonaðist til. Umræður um málið hafa haldið áfram á Alþingi frá klukkan hálf ellefu í morgun og lauk nú á þriðja tímanum. Næsti fundur Alþingis er klukkan þrjú á mánudag en nú eru enn 17 manns á mælendaskrá.

Þingmenn VG minntir á stefnu flokksins í Evrópumálum

Svæðisfélags Vinstri grænna í Borgarbyggð minnir forystu og þingmenn flokksins á landsfundarályktun VG um Evrópusambandið frá því í mars. Félagið telur afar mikilvægt að flokkurinn haldi þeirri forystu sem Vinstri grænir hafa haft í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.

Fólk beðið um að halda sig frá brunarústunum á Þingvöllum

Lögreglan á Selfossi biður þá sem fara til Þingvalla næstu daga að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá brunarústunum leggi það leið sína að þeim. Rannsókn er hafin á upptökum brunans og skýrslur hafa verið teknar af nokkrum starfmönnum hótelsins. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.

Ferðamaður fótbrotnaði við Goðafoss

Erlendur ferðamaður á göngu við Goðafoss féll og rann til með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa eftir hádegi í dag. Kalla þurfti út sjúkrabíl sem flytur nú manninn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Óvíst með afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins

Líklegt er að að meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins greiði annað hvort atkvæði gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu eða sitji hjá við atkvæðagreiðsluna. Umræðum um aðildarumsóknina var framhaldið á Alþingi í morgun.

Líklegt að þorskkvótinn klárist

Búið er að veiða um tvo þriðju þess strandveiðiþorskkvóta sem gefinn var út fyrir júlímánuð í Norðvesturkjördæmi. Líkur eru á að þorskkvóti sem duga átti til loka ágústmánaðar verði uppurinn í næstu viku.

Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins

Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins.

Valhöll rústir einar eftir stórbrunann

Ekki stendur nú steinn yfir steini af Hótel Valhöll á Þingvöllum sem brann í gær. Starfsfólk gerði sitt besta til að slökkva eldinn en brunavörnum var mjög ábótavant.

Vinnuvélar brutu niður það sem eftir stóð af Valhöll

Starfsfólk á Hótel Valhöll á Þingvöllum leitaði lengi að eldi í húsinu eftir að brunabjöllur hringdu þrisvar sinnum í gærdag. Meðal annars fór það upp á þak hótelsins til þess að leita að hita. Svo blossaði eldurinn skyndilega upp og húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Húsið brann til kaldra kola. Talið er víst að kviknað hafi í þegar verið var að grilla í eldhúsinu fyrir samkvæmi sem átti að halda um kvöldið.

Áfram rætt um aðildarumsókn

Síðari umræða um þingsályktun ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið stóðu fram undir miðnætti í nótt og hefjast aftur klukkan hálf ellefu. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins, sem talin er vera mikill andstæðingur Evrópusambands aðildar, lagði í gær fram breytingartillögu við ályktunina, þar sem ítarlegra er farið í skilyrði fyrir aðild í tillögu greininni sjálfri.

Kona réðst á starfsfólk í Húsafelli og var handtekin

Kona á þrítugsaldri veittist að starfsfólki á tjaldsvæðinu í Húsafelli í nótt eftir að þau höfðu afskipti af henni vegna ölvunarláta. Konan lét öllum illum látum og þurfti að kalla lögreglu til sem að lokum handtók konuna. Ekki var hægt að vista hana í fangageymslum lögreglunnar í Borgarnesi vegna manneklu og því var ekið með konuna til móts við lögreglumenn frá Reykjavík sem tóku við henni og fluttu á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hún sefur nú úr sér áfengisvímuna.

Eyðileggingin algjör

Hótel Valhöll á Þingvöllum fór illa í eldsvoða í gær og er talið ónýtt. Ekki var brugðist við skýrslu frá árinu 2006 sem sagði brunavörnum ábótavant. Ég er ekki hissa á þessum endalokum segir annar höfunda svartrar skýrslu.

Átti að spila á tónleikum um kvöldið

„Þetta lítur hrikalega út. Húsið er brunnið til ösku,“ sagði Helgi Björnsson tónlistarmaður þegar blaðamaður talaði við hann síðdegis í gær.

Svívirðilega einfaldar lausnir

Paul Bennett er einn af eigendum IDEO, framsækins og skapandi hönnunarfyrirtækis. Fyrirtækið var valið meðal fimm framsæknustu fyrirtækja Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, Apple og Facebook. Hann er að koma til landsins í fjórða sinn og vill gera hvað hann getur til að hjálpa til.

Hlegið að kreppunni

Óhætt er að segja að kreppan sé fyrirferðarmikil á Listasafninu á Akureyri um þessar mundir. Málverkasýning undir yfirskriftinni Kreppumálararnir verður opnuð í dag þar sem sýnd verða verk eftir Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og fleiri þjóðþekkta málara.

Vinasamband við börn í Tógó

Leikskólinn Laufásborg hefur ákveðið að gerast vinaleikskóli barnaheimilis í Aneho í Tógó. Íslenska styrktarfélagið Sóley & félagar hefur um nokkurt skeið styrkt barnaheimilið og aðra starfsemi systur Victo í Tógó. Haldið var upp á þetta í Hljómskálagarðinum í gær. Börnin á Laufásborg fengu mangóís frá Sólveigu Eiríksdóttur og tónlistar­konan Magga Stína tók lagið fyrir þau. Börnin fengu líka að smakka vesturafrískan drykk sem heitir bissap, en sá drykkur er vinsæll hjá börnunum í vinaskóla þeirra.

Var aðallega í gríni gert

Á litlu svæði nálægt Frankfurt í Þýskalandi getur að líta nokkuð stórt auglýsingaskilti sem auglýsir bjórtegundina Pfungstädter. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á skiltinu má sjá þrjár kynslóðir frægra íslenska karlmanna.

Lánar fé til fallins banka

Lúxemborg hefur fengið leyfi frá Evrópusambandinu til að lána 320 milljónir evra til útibús Kaupþing í Lúxemborg. Belgíska ríkið mun leggja til helming fjársinsá móti Lúxemborg. Reikningarnir sem innstæðurnar hafa verið á hafa verið lokaðir frá því í október á síðasta ári. Lánið á að duga til að greiða 15 þúsund belgískum innstæðueigendum fé sitt til baka. Þetta kemur fram í frétt Associated Press.

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Sjá næstu 50 fréttir