Innlent

Ung vinstri græn styðja Ásmund Einar

Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG.
Ásmundur Daði Einarsson, þingmaður VG. Mynd/Anton Brink
Ung vinstri græn hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við Ásmund Einar Daðason, þingmann flokksins, og telja að tillaga sem felur í sér þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild, brjóti ekki gegn stjórnarsáttmála VG og Samfylkingar.

„Verði slík breytingartillaga samþykkt og umsóknin sjálf einnig, munu stjórnvöld hafa fullt umboð til aðildarumsóknarinnar en fyrr ekki. Allt tal um stjórnarslit er undarlegt í ljósi þess að ekki er um alvarlegra mál að ræða en tillögu um málsmeðferð, sem er léttvægt atriði miðað við þau stóru verkefni sem við blasa í endurreisn Íslands," segir í yfirlýsingu VG.

Ung vinstri græn gera sér grein fyrir því að í samstarfi þurfi að sættast á málamiðlanir. „Þó má ekki gleyma að í kjöri til Alþingis felst mikilvægur sáttmáli milli þingmanns og kjósenda hans um að hann fylgi sannfæringu sinni og þeirri stefnu sem hann boðaði fyrir kosningar."

Því hafa Ung vinstri græn skilning á þeirri erfiðu stöðu sem margir þingmenn Vinstri grænna eru í varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og styðja Ásmund Einar Daðason og aðra þingmenn í að fylgja eigin sannfæringu í öllum málum sem fjallað er um á þingi. Ung vinstri græn vænta þess af kjörnum fulltrúum sínum að þau beri virðingu skoðunum hvers annars og vinni sameinuð að því að koma Íslandi útúr kreppunni.


Tengdar fréttir

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Þingmenn rjúka á dyr eftir ræðu þingmanns Vinstri grænna

Ásmundur Einar Daðason yfirgaf þingsal og sagðist ekki ætla að taka þátt í umræðum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu eftir stutta ræðu. Hann sagðist ekki vera óbundinn í málinu vegna utanaðkomandi þrýstings.

Þingmenn VG minntir á stefnu flokksins í Evrópumálum

Svæðisfélags Vinstri grænna í Borgarbyggð minnir forystu og þingmenn flokksins á landsfundarályktun VG um Evrópusambandið frá því í mars. Félagið telur afar mikilvægt að flokkurinn haldi þeirri forystu sem Vinstri grænir hafa haft í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.

Hefði talið réttast að allir yfirgæfu þingsalinn

„Ég hefði nú bara talið réttast ef allir hefðu gengið út," segir Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem yfirgaf þingsal í stuðningsskyni við Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Ásmundur hafði áður yfirgefið salinn eftir að hafa sagst verið beittur þrýstingi í Evrópusambandsmálinu.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn

Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hornreka í eigin flokki

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.

Ásmundur sængar ekki með sjálfstæðismönnum

„Tillagan kemur sennilega fram en ég verð ekki á henni," segir þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason, en hann vann að breytingatillögu ásamt Sjálfstæðisflokknum við ESB tillöguna varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×