Innlent

Lánar fé til fallins banka

Lúxemborg hefur fengið leyfi frá Evrópusambandinu til að lána 320 milljónir evra til útibús Kaupþing í Lúxemborg. Belgíska ríkið mun leggja til helming fjársinsá móti Lúxemborg. Reikningarnir sem innstæðurnar hafa verið á hafa verið lokaðir frá því í október á síðasta ári. Lánið á að duga til að greiða 15 þúsund belgískum innstæðueigendum fé sitt til baka. Þetta kemur fram í frétt Associated Press.

Innstæður bankans voru seldar nýlega til belgísks banka en til stendur að breska fjármálafyrirtækið Blackfish taki við starfsemi bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×