Innlent

Þingmenn VG minntir á stefnu flokksins í Evrópumálum

Frá þingflokksfundi VG. Ásmundur Einar er fyrir miðju.
Frá þingflokksfundi VG. Ásmundur Einar er fyrir miðju. Mynd/Pjetur
Svæðisfélags Vinstri grænna í Borgarbyggð minnir forystu og þingmenn flokksins á landsfundarályktun VG um Evrópusambandið frá því í mars. Félagið telur afar mikilvægt að flokkurinn haldi þeirri forystu sem Vinstri grænir hafa haft í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.

Uppnám varð í þinginu í gær þegar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, kvartaði undan þrýstingi frá samflokksmönnum sínum. Ásmundur sagði að sér hefði verið sagt að styddi hann tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda atkvæðagreiðslu gæti komið til stjórnarslita. Hann ákvað að taka ekki frekari þátt í umræðunni í gær.

„Mikil umræða undanfarin misseri um aðild Íslands að Evrópusambandinu hlýtur að kalla á að hugur þings og þjóðar til málsins sé kannaður. Umræðan ein má þó ekki verða til þess að menn hverfi frá sannfæringu sinni eða hætti að ræða neikvæðar hliðar aðildarinnar," segir í ályktun svæðisfélags VG í Borgarbyggð.

Þá eru þingmenn flokksins hvattir til að draga fram önnur sjónarmið en efnahagsleg í umræðu um aðild að Evrópusambandinu.


Tengdar fréttir

Kvartaði undan samflokksmönnum

Alþingi Þingmenn ræddu kosti og galla þess að senda Evrópusambandinu (ESB) aðildar­umsókn í allan gærdag og fram eftir kvöldi, og stóð þingfundur enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.

Þingmenn rjúka á dyr eftir ræðu þingmanns Vinstri grænna

Ásmundur Einar Daðason yfirgaf þingsal og sagðist ekki ætla að taka þátt í umræðum um aðildarumsókn að Evrópusambandinu eftir stutta ræðu. Hann sagðist ekki vera óbundinn í málinu vegna utanaðkomandi þrýstings.

Afstaða til aðildarviðræðna að ESB hugsanlega tekin í kvöld

Það gæti legið fyrir í kvöld hvort Íslendingar hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Síðari umræða um ályktun þar að lútandi fer fram á Alþingi í dag. Formaður Framsóknarflokksins leggst gegn því að tillaga stjórnarinnar um aðildarumsókn verði samþykkt.

Hefði talið réttast að allir yfirgæfu þingsalinn

„Ég hefði nú bara talið réttast ef allir hefðu gengið út," segir Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem yfirgaf þingsal í stuðningsskyni við Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Ásmundur hafði áður yfirgefið salinn eftir að hafa sagst verið beittur þrýstingi í Evrópusambandsmálinu.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn

Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hornreka í eigin flokki

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.

Ásmundur sængar ekki með sjálfstæðismönnum

„Tillagan kemur sennilega fram en ég verð ekki á henni," segir þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason, en hann vann að breytingatillögu ásamt Sjálfstæðisflokknum við ESB tillöguna varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×