Svívirðilega einfaldar lausnir 11. júlí 2009 06:15 Paul Bennett Fréttablaðið/vilhelm Paul Bennett er einn af eigendum IDEO, framsækins og skapandi hönnunarfyrirtækis. Fyrirtækið var valið meðal fimm framsæknustu fyrirtækja Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, Apple og Facebook. Hann er að koma til landsins í fjórða sinn og vill gera hvað hann getur til að hjálpa til. „Við erum að vinna með ráðamönnum um að opna vettvang þar sem fólk getur komið með hugmyndir og sameina fólk í baráttu í endurreisn landsins," segir Paul Bennett. Hann er einn af eigendum hönnunar-, ímyndar- og sköpunarfyrirtækisins IDEO auk þess að vera hönnunarstjóri hjá fyrirtækinu. Paul segir að hann hafi fest kaup á léninu www.DesigningRecovery.is sem hann vonast til að eigi eftir að vera vettvangur hugmynda og sköpunar á næstunni. „Við vonumst eftir að koma henni í loftið á næstu níutíu dögum," segir Paul. „Við viljum ná ráðamönnum og aðilum vinnumarkaðarins í samræmt átak. Þetta er erfitt þar sem margir koma að þessu en ég er vongóður um að þetta hafist enda eru allir að vinna að sameiginlegum málstað". „Það sem Ísland þarfnast er svívirðilega einfaldar lausnir," segir Paul. Hann bætir við að þær séu þó ekki auðfundnar. Hann segir að hann horfi til þeirra aðferða sem Barack Obama hafi gripið til. „Hann er ekki endilega að gera afskaplega mikið en hann upplýsir almenning um hvað hann er að gera, sem fyllir fólk bjartsýni." Hann bendir á að ríkisstjórn Obama standi fyrir vefsíðu sem eigi að auðvelda almenningi að hjálpa samfélaginu á einhvern hátt og fylgjast með aðgerðum hins opinbera. Aðspurður segir Paul að ef hann væri í forsvari fyrir íslensku þjóðina um þessar mundir myndi hann einbeita sér að því að auka gegnsæi allra aðgerða. „Íslenskir ráðamen þurfa að forðast að vinna bak við luktar dyr. Það fólk sem ég hef rætt við er tvístigandi um það hvort það vill samþykkja Icesave eða ganga í Evrópusambandið en er sammála um að þessari óvissu sem nú ríkir þurfi að ljúka," segir Paul. Paul er að koma til landsins í fjórða skipti síðan allt fór í kalda kol og segir að hann hafi fundið fyrir því að fólk vilji hjálpa og gera uppbyggilega hluti. „Fólk er ekki endilega að leitast eftir því að fá borgað fyrir sína vinnu, það er einungis að leita eftir því að taka þátt í uppbyggingu landsins. Það þarf að finna eitthvað að gera fyrir fólk og gefa því tækifæri á að taka þátt í þjóðhagslega og samfélagslega hagkvæmum verkefnum." Hann segir Íslendinga að mörgu leyti líka fólki í Kísildal (e. Silicon Valley) í Kaliforníuríki. „Fólk er frjótt og hefur ákaflega mikið af hugmyndum. Það þarf að búa til eitthvað sem er gerlegt og raunverulegt auk þess sem það verður að taka afar skamman tíma," segir Paul. Aðspurður segir Paul að ekki sé þörf á að skapa nýja ímynd fyrir Íslands. „Allir vilja hjálpa litla Íslandi. Þetta snýst um að hefja endurreisnina." Paul segir að hann eigi í viðræðum við BBC og fleiri erlenda fjölmiðla um að koma hingað til lands til að hjálpa við að auka jákvæða umfjöllun um endurbyggingu landsins. Fyrirtækið sem Paul á hlut í og starfar fyrir, IDEO, vinnur aðallega að vöruþróun, ímyndarvinnu og annarri sköpunarvinnu. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru bandaríska ríkið, Proctor & Gamble og Microsoft. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið að verkefnum í Afríku til að bæta aðgengi að vatni. Vinna þess er því ákaflega fjölbreytt. Fyrirtækið var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækjum Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, GE, Apple og Facebook. Paul hvetur alla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu að hafa samband við sig persónulega á netfangið pbennett@iedo.com. Einnig er hlekkur á umræðuvef á Facebook á vefsíðu fyrirtækisins, www.ideo.com. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Paul Bennett er einn af eigendum IDEO, framsækins og skapandi hönnunarfyrirtækis. Fyrirtækið var valið meðal fimm framsæknustu fyrirtækja Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, Apple og Facebook. Hann er að koma til landsins í fjórða sinn og vill gera hvað hann getur til að hjálpa til. „Við erum að vinna með ráðamönnum um að opna vettvang þar sem fólk getur komið með hugmyndir og sameina fólk í baráttu í endurreisn landsins," segir Paul Bennett. Hann er einn af eigendum hönnunar-, ímyndar- og sköpunarfyrirtækisins IDEO auk þess að vera hönnunarstjóri hjá fyrirtækinu. Paul segir að hann hafi fest kaup á léninu www.DesigningRecovery.is sem hann vonast til að eigi eftir að vera vettvangur hugmynda og sköpunar á næstunni. „Við vonumst eftir að koma henni í loftið á næstu níutíu dögum," segir Paul. „Við viljum ná ráðamönnum og aðilum vinnumarkaðarins í samræmt átak. Þetta er erfitt þar sem margir koma að þessu en ég er vongóður um að þetta hafist enda eru allir að vinna að sameiginlegum málstað". „Það sem Ísland þarfnast er svívirðilega einfaldar lausnir," segir Paul. Hann bætir við að þær séu þó ekki auðfundnar. Hann segir að hann horfi til þeirra aðferða sem Barack Obama hafi gripið til. „Hann er ekki endilega að gera afskaplega mikið en hann upplýsir almenning um hvað hann er að gera, sem fyllir fólk bjartsýni." Hann bendir á að ríkisstjórn Obama standi fyrir vefsíðu sem eigi að auðvelda almenningi að hjálpa samfélaginu á einhvern hátt og fylgjast með aðgerðum hins opinbera. Aðspurður segir Paul að ef hann væri í forsvari fyrir íslensku þjóðina um þessar mundir myndi hann einbeita sér að því að auka gegnsæi allra aðgerða. „Íslenskir ráðamen þurfa að forðast að vinna bak við luktar dyr. Það fólk sem ég hef rætt við er tvístigandi um það hvort það vill samþykkja Icesave eða ganga í Evrópusambandið en er sammála um að þessari óvissu sem nú ríkir þurfi að ljúka," segir Paul. Paul er að koma til landsins í fjórða skipti síðan allt fór í kalda kol og segir að hann hafi fundið fyrir því að fólk vilji hjálpa og gera uppbyggilega hluti. „Fólk er ekki endilega að leitast eftir því að fá borgað fyrir sína vinnu, það er einungis að leita eftir því að taka þátt í uppbyggingu landsins. Það þarf að finna eitthvað að gera fyrir fólk og gefa því tækifæri á að taka þátt í þjóðhagslega og samfélagslega hagkvæmum verkefnum." Hann segir Íslendinga að mörgu leyti líka fólki í Kísildal (e. Silicon Valley) í Kaliforníuríki. „Fólk er frjótt og hefur ákaflega mikið af hugmyndum. Það þarf að búa til eitthvað sem er gerlegt og raunverulegt auk þess sem það verður að taka afar skamman tíma," segir Paul. Aðspurður segir Paul að ekki sé þörf á að skapa nýja ímynd fyrir Íslands. „Allir vilja hjálpa litla Íslandi. Þetta snýst um að hefja endurreisnina." Paul segir að hann eigi í viðræðum við BBC og fleiri erlenda fjölmiðla um að koma hingað til lands til að hjálpa við að auka jákvæða umfjöllun um endurbyggingu landsins. Fyrirtækið sem Paul á hlut í og starfar fyrir, IDEO, vinnur aðallega að vöruþróun, ímyndarvinnu og annarri sköpunarvinnu. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru bandaríska ríkið, Proctor & Gamble og Microsoft. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið að verkefnum í Afríku til að bæta aðgengi að vatni. Vinna þess er því ákaflega fjölbreytt. Fyrirtækið var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækjum Bandaríkjanna árið 2008 ásamt Google, GE, Apple og Facebook. Paul hvetur alla sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu að hafa samband við sig persónulega á netfangið pbennett@iedo.com. Einnig er hlekkur á umræðuvef á Facebook á vefsíðu fyrirtækisins, www.ideo.com.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira