Innlent

Vinasamband við börn í Tógó

Viðstaddir fögnuðu vinasambandi við barna­heimilið í Aneho í Tógó. fréttablaðið/valli
Viðstaddir fögnuðu vinasambandi við barna­heimilið í Aneho í Tógó. fréttablaðið/valli

Leikskólinn Laufásborg hefur ákveðið að gerast vinaleikskóli barnaheimilis í Aneho í Tógó. Íslenska styrktarfélagið Sóley & félagar hefur um nokkurt skeið styrkt barnaheimilið og aðra starfsemi systur Victo í Tógó.

Haldið var upp á þetta í Hljómskálagarðinum í gær. Börnin á Laufásborg fengu mangóís frá Sólveigu Eiríksdóttur og tónlistar­konan Magga Stína tók lagið fyrir þau. Börnin fengu líka að smakka vesturafrískan drykk sem heitir bissap, en sá drykkur er vinsæll hjá börnunum í vinaskóla þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×