Fleiri fréttir

Dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun

Þrítugur karlmaður, Eugenio Daudo Silva Chipa, var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í fyrir að nauðga konu við Trönuhraun 6 í Hafnarfirði. Samkvæmt ákærri veittist hann að konunni, beitti hana ofbeldi og notfærði sér að hún gat ekki spornað við sökum ölvunar. Konan hlaut fjölmarga áverka í andliti, á höfði og víðar.

Fyrsta kartöfluuppskeran í búðir í dag

Birkir Ármansson bóndi í Vestur-Holti í Þykkvabæ hóf snemma í morgun að taka upp nýjar íslenskar Premier kartöflur sem komu á markað á höfuðborgarsvæðinu í dag. Gera má ráð fyrir að um þrjú tonn af nýjum íslenskum kartöflum komi í búðir í fyrstu sendingu.

Engin lán verið afskrifuð

Berghildur Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Nýja Kaupþings vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar Stöðvar 2 um arðgreiðslur til starfsmanna Kaupþings.

Valhöll brunnin til kaldra kola

Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu.

Símstöð brann í Valhöll

Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband.

Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi

Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út.

Sprengihætta í Valhöll

Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti.

Leitar enn að hundinum Mjölni

„Ég gefst ekkert upp, ég held áfram að reyna að finna barnið mitt," segir Marvin Michelsen, tvítugur Reykvíkingur, sem lenti fyrir gráglettni örlaganna í því að hundurinn hans, Mjölnir, var gefinn nýjum eigendum í byrjun júní.

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.

Tók öryggisvörð hálstaki á Leifsstöð

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa veist með ofbeldi og hótunum um ofbeldi að opinberum starfsfmönnum á flugstöð Leifs Eiríkssonar.´

Lokað vegna veðurblíðu

Pósthússtræti verður lokað vegna veðurblíðu í dag og um helgina. Pósthússtrætinu hefur iðulega verið lokað í sumar á góðum dögum, sem hluti af Grænu skrefunum í Reykjavík.

Tekið verður markvisst á kynjamisvægi í ríkisstofnunum

„Þetta er náttúrulega óæskilegt misvægi," segir Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, um hið mikla kynjamisvægi meðal stjórnenda ríkisstofnana. Eins og fram kom á Vísi í gær er sjö af hverjum tíu ríkisstofnunum stjórnað af körlum.

Gunnlaugur lýkur hlaupinu í kvöld

Gunnlaugur Júlíusson hlaupagarpur leggur upp í síðasta áfangann síðdegis í dag á leið sinni frá Reykjavík til Akureyrar. Gunnlaugur hóf hlaupið síðastliðinn sunnudag og því lýkur á setningu Landsmót UMFÍ á íþróttavellinum við Hamar um klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna hlaupsins segir að sérstök athöfn verði klukkan fimm í dag í Þelamörk þar sem Gunnlaugur byrjar síðasta áfangann en þar munu Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Edda Heiðrún Backmann hitta ofurhlauparann. Gunnlaugur hleypur sem kunnugt er til styrktar endurhæfingarstöðinni á Grensás.

Vantar ástríðu fyrir Evrópusambandinu

„Það vantar allt hjarta í þetta mál. Það vantar alla ástríðu," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Bílabruni við Lyngháls

Eldur kviknaði í gömlum, númerslausum bíl á bílaplani við Lyngháls 11 rétt fyrir klukkan tvö í dag. Áhyggjur voru uppi um að eldurinn myndi teygja sig í nærstadda bíla. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk þó hratt og vel að slökkva eldinn og ekkert frekara tjón varð af eldinum.

Fékk engin svör frá efnahags- og skattanefnd

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur, og einn af talsmönnum InDefence hópsins, sagðist í samtali við Vísi hafa lagt fram spurningu til efnahags- og skattanefndar um það hvort einhverjir sérfræðingar í gjaldþrotarétti hafi verið í íslensku samninganefndinni sem samdi um Icesave samninginn. Að auki lagði hann spurninguna fyrir fjárlaganefnd en hann fékk engin svör frá nefndunum.

Siv og Guðmundur styðja ESB tillöguna

Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins hafa bæði lýst yfir stuðningi við þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild að Evrópusambandinu.

Bongóblíða um helgina

Það eru einstaklega hagstæðar veðurhorfur á landinu um helgina segir Sigurðar Þ Ragnarssonar veðurfræðingur 365 miðla.

Dagskrá ríkisstjórnarfundar ekki birt

Dagskrá ríkisstjórnarfundar sem haldin var í morgun verður ekki birt eins og venjan er, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Engar nánari skýringar fengust á því.

Hefði talið réttast að allir yfirgæfu þingsalinn

„Ég hefði nú bara talið réttast ef allir hefðu gengið út," segir Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem yfirgaf þingsal í stuðningsskyni við Ásmund Einar Daðason, þingmann Vinstri grænna. Ásmundur hafði áður yfirgefið salinn eftir að hafa sagst verið beittur þrýstingi í Evrópusambandsmálinu.

Skelfileg mistök í Icesave samningnum

Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, telur skelfileg mistök hafa verið gerð af hálfu Íslendinga við uppgjör á þrotabúi Landsbankans í Icesave samningunum við Breta og Hollendinga.

Dæmdir fyrir að stela úr Bónus

Tveir menn af erlendum uppruna voru dæmdir fyrir þjófnaðarbrot í Bónus á Selfossi fyrir rúmlega fjörtíu og eitt þúsund krónur. Annar mannanna hefur áður gerst sekur um þjófnaðarbrot auk þess sem hann hefur verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs.

Afstaða til aðildarviðræðna að ESB hugsanlega tekin í kvöld

Það gæti legið fyrir í kvöld hvort Íslendingar hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Síðari umræða um ályktun þar að lútandi fer fram á Alþingi í dag. Formaður Framsóknarflokksins leggst gegn því að tillaga stjórnarinnar um aðildarumsókn verði samþykkt.

Birti ESB ummæli þingmanna frá því fyrir kosningar

„Við sem stöndum utan við þingið og fylgjumst með ætlumst til þess að menn fylgi orðum sínum og hugsi um stóru hlutina, en ekki hina smæstu, þegar þeir taka afstöðu í mikilvægum málum," segir Mörður Árnason, fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Hornreka í eigin flokki

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að þingið sé í gíslingu vegna Evrópusambandsmálsins.

Lömdu gamlan mann og rændu skartgripabúð

Síbrotamennirnir Guðmundur Jakob Jónsson og Baldur Þór Guðmundsson voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir líkamsárásir, þjófnaðarbrot, hylmingu, tilraunir til fjársvika og fleira.

Bíllyklarnir reyndust öruggir á heimilinu

Tryggingafélagið VÍS var skikkað af Héraðsdómi norðulands eystra til þess að greiða vátryggjanda 3,4 milljón krónur vegna skemmda sem voru unnar á jeppabifreið hans.

Persónukjör lagt fyrir Alþingi

Frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um persónukjör í bæði Alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hefur nú verið lagt fyrir Alþingi til afgreiðslu.

Ásmundur sængar ekki með sjálfstæðismönnum

„Tillagan kemur sennilega fram en ég verð ekki á henni," segir þingmaður Vinstri grænna, Ásmundur Einar Daðason, en hann vann að breytingatillögu ásamt Sjálfstæðisflokknum við ESB tillöguna varðandi tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu í Evrópusambandið.

ESB á dagskrá þingsins í dag

Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður tekin til síðari umræðu í þinginu í dag. Þingfundur hófst klukkan 10:30 og er aðildarályktunin sjötta mál á dagskrá.

ESB umsókn líklegast afhent í lok júlí

Líklegt er að umsókn að Evrópusambandinu verði lögð fram á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja sambandsins sem fram fer 27. júlí næstkomandi, samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir að málið velti allt á því hvernig mál þróast í þinginu.

Íslensk stúdína á Nýja Sjálandi með svínaflensuna

„Ég er ekkert hræddari núna en þegar maður fær venjulega flensu," segir Freyja Oddsdóttir, 25 ára stúdína á Nýja Sjálandi. Hún liggur rúmföst um þessar mundir með hausverk, hita, beinverki og ljótan hósta - líklegast smituð af svínaflensu.

Eldur á sorphaugunum í Álfsnesi

Eldur kviknaði á sorphaugum höfuðborgarsvæðisins á Álfsnesi á áttunda tímanum í morgun. Starfsmenn Sorpu og slökkviliðið vinna að slökkvistarfi. Engin hús eða mannvirki eru í hættu, en reikna má með reyk upp af svæðinu í nokkrar klukkustundir. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði.

Ósáttir við makrílveiðar

Norskir og færeyskir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi eru æfir út í stórtækar makrílveiðar Íslendinga að undanförnu þar sem aflinn hefur að mestu farið í bræðslu.

Flutningur mjöltanka sækist vel

Pramminn, sem dreginn var í gærkvöldi út úr Reykjavíkurhöfn með tíu 22 metra háa mjöltanka um borð, sem á að flytja til Vopnafjarðar, er nú staddur út af Reykjanestá í góðu sjólagi og sækist ferðin vel, að sögn skipstjórans á dráttarbátnum.

Eldur í félagsheimili

Eldur kviknaði í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum í gærkvöldi.

Óður maður brá eggvopni

Karlmaður af erlendum uppruna gistir nú fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hann var handtekinn í heimahúsi ofarlega við Hverfisgötu í gærkvöldi.

Strandaði á Pollinum

Engan sakaði þegar átta tonna skemmtibátur úr plasti strandaði á Pollinum við Akureyri í gærkvöldi, skammt frá brúnni yfir Eyjafjarðará.

Stal jeppa og ók á lögreglubíl

Fjölmennt lögreglulið af höfuðborgarsvæðinu fann um sexleytið í morgun ölvaðan ökuníðing, sem skömmu áður hafði ekið stolnum jeppa á lögreglubíl og laskað hann verulega.

Sjá næstu 50 fréttir