Innlent

Veikri konu bjargað úr skútu

Myndin tengist ekki málinu beint.
Myndin tengist ekki málinu beint.

Landhelgisgæslan bjargaði pólskri konu úr skútu við mynni Patreksfjarðar en hún var alvarlega veika.

Kallið barst til Landhelgisgæslunnar á milli sjö og átta. Ágætlega gekk að hífa konuna upp úr skútunni en tíu manns voru um borð í henni auk konunnar.

Flogið var með konuna á Borgaraspítalann en ekki er vitað hvað amaði að henni.

Dagurinn hefur verið nokkuð erilsamur hjá Landhelgisgæslunni en fyrr í dasg björgðu þeir fótbrotnum manni í hlíðum Esjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×