Innlent

Ná til kosninga 2006 og 2007

steingrímur j. sigfússon
steingrímur j. sigfússon

Birta á fjárframlög til stjórnmálaflokka lengra aftur í tímann en lög gera ráð fyrir í dag. Þetta var samþykkt af öllum formönnum stjórnmálaflokkanna.

Sveitarstjórnar­kosningarnar árið 2006 og alþingis-kosningarnar árið 2007 verða birtar. Einnig er þeim tilmælum beint til þeirra sem tóku þátt í prófkjörum á þessu tímabili að veita upplýsingar um fjárframlög til sín.

„Við töldum að ekki væri hægt að neyða þau til þess að birta upplýsingarnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann ítrekar þó að þetta frumvarp hafi lítil áhrif á vinstri græn þar sem þau hafi verið með opinbert bókhald um árabil. - vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×