Innlent

Fjárframlög til allra stjórnmálaflokka gerð opinber

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Náðst hefur samkomulag milli allra stjórnmálaflokkanna um að fjárframlög til þeirra fyrir árið 2008 yrðu gerð opinber. Prófkjörsstyrkir til einstakra flokksmanna eru þar á meðal. Málið var rætt á löngum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Vísir greindi frá því í gær að Ríkisendurskoðun yrði falið, með sérstakri lagaheimild, að veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til stjórnmálaflokkanna auk annarra framlaga sem metin eru að fjárhæð 200.000 kr. eða meira á árunum 2002 til 2006 að báðum árum meðtöldum.

Styrkir til stjórnmálaflokka og einstakra þingmanna hafa verið mikið í umræðunni á síðustu mánuðum eftir að upp komst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið 60 milljóna króna styrk frá tveimur fyrirtækjum í lok árs 2006.


Tengdar fréttir

Ríkisendurskoðun fær bókhald flokkanna til skoðunar

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn hafa ásamt Borgarahreyfingunni undirritað samkomulag um að Ríkisendurskoðun verði falið, með sérstakri lagaheimild, að veita viðtöku og birta upplýsingar um öll bein fjárframlög til þeirra sem og önnur framlög sem metin eru að fjárhæð 200.000 kr. eða meira á árunum 2002 til 2006 að báðum árum meðtöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×