Innlent

Eru góðkunnar lögreglunni

Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði.

Stelpurnar eru grunaðar um stórfellda glæpi, til dæmis innbrot, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um er að ræða góðkunningja lögreglunnar á Íslandi, samkvæmt heimildum.

Nú sem stendur eru þær í gæsluvarðhaldi, en tveir lögreglumenn komu til Íslands til að safna upplýsingum um þær.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×