Innlent

Hundur getur lesið af blaði

Dýraþjálfarinn Lyssa Rosenberg hefur kennt terríer-hundinum sínum Willow að hlýða skriflegum tilskipunum. Til dæmis teygir Willow loppu í loftið þegar hún sér orðið „veifaðu". Einnig stendur hún upp þegar hún sér það skrifað.

„Hún er ótrúlega fljót að læra," sagði Rosenbergen Willow getur leyst 250 mismunandi þrautir. „Síðan lofaði vinur minn mér ferð til Mexíkó ef ég gæti kennt henni að lesa." Willow var ferðafélagi Rosenberg enda hefur hún sitt eigið dýravegabréf.

Það tók Willow aðeins sex vikur að læra orðin og hegða sér eftir þeim. Hún þekkir ekki aðeins skrift Rosenberg heldur getur hún skilið mismunandi skrift og lesið af tölvu.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×