Innlent

Lundalaus þjóðhátíð

Lundaveiðitímabilið í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í ár, sem er hið stysta í sögunni. Það hafur jafnan staðið í einn og hálfan mánuð, en vegna þess hve fækkað hefur í stofninum síðustu árin hefur tímabilið verið stytt. Það var vika í fyrra en aðeins fimm dagar í ár og hefst 25. þessa mánaðar. Vanhöld í stofninum eru rakin til skorts á sandsíli í hafinu við Eyjar og virðist lítið vera að rætast úr þvi samkvæmt niðurstöðum úr leiðangri, sem nú stendur yfir. Fréttastofunni er kunnugt um að Eyjamenn séu farnir að panta lunda frá Grímsey fyrir þjóðhátíðina, því ekki er á vísan að róa að veiðiveður verði þessa fimm daga sem veiðin er heimiluð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×