Efnahagsbrotadeild verði færð frá RLS 18. júlí 2009 03:00 Valtýr Sigurðsson Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. „Ég held að það komi til umfjöllunar núna hvort það sé ekki einmitt hentugt að sameina þessi embætti, eða að minnsta kosti að þau starfi mjög nálægt hvort öðru, til þess að nýta þá sérþekkingu sem er fyrir hendi," segir Ragna en önnur hugmynd er uppi um að embættin starfi hlið við hlið í sama húsnæði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir mörg rök hníga að því að þetta verði gert. „Ég held að það sé æskilegt að það séu lagðir saman kraftar á þessu sviði." Skipa á þrjá sérstaka saksóknara við hlið þess sem nú er og setja á ríkissaksóknara yfir málaflokknum um bankahrunið, svipað og tíðkast þegar ríkissaksóknari lýsir sig vanhæfan í einstökum málum. Þetta kemur fram í nefndaráliti allsherjarnefndar síðan á fimmtudag. Tillaga dómsmálaráðherra var að setja sérstakan ríkissaksóknara yfir málaflokknum og stofna þar með nýtt embætti. ragna árnadóttir „Það var einfaldara að gera þetta svona en þetta er auðvitað bara útfærsluatriði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Hún segir að með þessu sé gengið að þeim tillögum sem Eva Joly lagði fram. Gerir hún ráð fyrir að mæla fyrir álitinu eftir helgi og þetta verði að lögum þá en allir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið. „Því ber að fagna að fjölgað verður um þrjá saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara. Með því er verið að styrkja ákæruvaldið í landinu," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ekki liggja enn fyrir áætlanir um fjárframlög til sérstaks saksóknara. „Áætlanir frá sérstökum saksóknara og samkvæmt tillögum Evu Joly eru nálægt 500 milljónum á ári," segir Ragna sem telur að auka þurfi fjárveitinguna frá því sem nú er. Til samanburðar má geta þess að embætti ríkissaksóknara er með um 126 milljónir.vidirp@frettabladid.is stigur@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Skynsamlegt er að sameina Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti fjögurra sérstakra saksóknara, að mati Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. „Efnahagsbrotadeildin yrði við það færð frá ríkislögreglustjóra þar sem embætti sérstaks saksóknara er sjálfstætt og ekki hægt að hafa það undir ríkislögreglustjóra." Gert er ráð fyrir því í lögum að ráðherra geti lagt til að sérstakur saksóknari verði sameinaður öðrum lögregluembættum. „Ég held að það komi til umfjöllunar núna hvort það sé ekki einmitt hentugt að sameina þessi embætti, eða að minnsta kosti að þau starfi mjög nálægt hvort öðru, til þess að nýta þá sérþekkingu sem er fyrir hendi," segir Ragna en önnur hugmynd er uppi um að embættin starfi hlið við hlið í sama húsnæði. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir mörg rök hníga að því að þetta verði gert. „Ég held að það sé æskilegt að það séu lagðir saman kraftar á þessu sviði." Skipa á þrjá sérstaka saksóknara við hlið þess sem nú er og setja á ríkissaksóknara yfir málaflokknum um bankahrunið, svipað og tíðkast þegar ríkissaksóknari lýsir sig vanhæfan í einstökum málum. Þetta kemur fram í nefndaráliti allsherjarnefndar síðan á fimmtudag. Tillaga dómsmálaráðherra var að setja sérstakan ríkissaksóknara yfir málaflokknum og stofna þar með nýtt embætti. ragna árnadóttir „Það var einfaldara að gera þetta svona en þetta er auðvitað bara útfærsluatriði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar. Hún segir að með þessu sé gengið að þeim tillögum sem Eva Joly lagði fram. Gerir hún ráð fyrir að mæla fyrir álitinu eftir helgi og þetta verði að lögum þá en allir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið. „Því ber að fagna að fjölgað verður um þrjá saksóknara hjá embætti sérstaks saksóknara. Með því er verið að styrkja ákæruvaldið í landinu," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Ekki liggja enn fyrir áætlanir um fjárframlög til sérstaks saksóknara. „Áætlanir frá sérstökum saksóknara og samkvæmt tillögum Evu Joly eru nálægt 500 milljónum á ári," segir Ragna sem telur að auka þurfi fjárveitinguna frá því sem nú er. Til samanburðar má geta þess að embætti ríkissaksóknara er með um 126 milljónir.vidirp@frettabladid.is stigur@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira