Innlent

Ágúst áfram rektor Landbúnaðarháskólans

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Landbúnaðarháskóli Íslands.
Tvær umsóknir bárust um embætti rektors Landbúnaðarháskóla Íslands. Menntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn háskólaráðs skipað Ágúst Sigurðsson, núverandi rektor, til áframhaldandi starfa fyrir Landbúnaðarháskólann.

Skipað er í embættið til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Eins og Vísir greindi frá í lok júní, kom Landbúnaðarháskóli Íslands einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert var ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs myndi nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans.

Fyrir tæpum mánuði síðan, var Ágúst inntur eftir því hvort hann myndi sækjast eftir áframhaldandi stöðu rektors Landbúnaðarháskólans. Þá sagði Ágúst: „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en skólinn þarf klárlega frekara fjármagn og með áframhaldandi fjársvelti á ég ekki von á að starfa hér áfram."

Að neðan má sjá frétt Vísis um Landbúnaðarháskólann frá því í lok júni, þar má meðal annars sjá ofangreind ummæli Ágústs.


Tengdar fréttir

Rektor Landbúnaðarháskólans: Skólinn var sveltur

Landbúnaðarháskóli Íslands kom einna verst út úr úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu 50 valinna stofnana í eigu ríkisins. Gert er ráð fyrir að halli á fjárlögum háskólans í lok þessa árs nemi um 265 milljónum króna eða 47% af fjárheimild skólans. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans, sagði í samtali við Vísi að skólinn hafi verið sveltur um áraraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×