Innlent

Málningu slett á hús Bjarna Ármanns

Rauðri málningu var skvett á hús Bjarna Ármannssonar á Seltjarnarnesi í nótt. Einnig var málningu skvett á dúkkuhús barna Bjarna en samkvæmt yfirlýsingu aðgerðasinna var það ekki viljaverk.

Bjarni er sjötti útrásarvíkingurinn sem fær að kenna á aðgerðum mótmælenda með þessu hætti en áður hafði málningu verið skvett á híbýli Hannesar Smárasonar, Björgólfs Guðmundssonar, Birnu Einarsdóttur, Steingríms Vernerssonar og úðað var á hús Björgólfs Thors Björgólfssonar í Fossvogi.

Gerendurnir eru ófundnir og ekki var búið að kæra málið til lögreglu í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×