Innlent

Ísland gæti stokkið framfyrir önnur ríki í ESB

Óli Tynes skrifar

Stórnmálaskýrandi Associated Press fréttastofunnar í Brussel hefur eftir stjórnarerindreka þar í borg að Ísland kunni að stökkva framfyrir Króatíu sem átti að verða næsta aðildarríki Evrópusambandsins.

David Brunnstrom segir að Ísland eigi sér langa lýðræðishefð og sé auk þess aðili bæði að EFTA og Evrópska efnahagssvæðinu. Það þýði að landið uppfylli þegar flest skilyrði sem sett eru fyrir aðild.

Brunnstrom segir að stjórnmálaskýrendur séu sammála um að ef Íslendingar samþykki aðildarumsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu geti Ísland fengið aðild í júlí árið 2011.

Lönd sem vilja ganga í Evrópusambandið þurfa að uppfylla ströng inntökuskilyrði og í sumum tilfellum geta samningar um efnahagslegar og stjórnmálalegar úrbætur tekið langan tíma.

Meðal ríkja sem Ísland gæti stokkið framfyrir eru auk Króatíu, Serbía, Makedónía, Bosnía, Albanía og Tyrkland.

Víst þykir að þessum ríkjum muni sárna að sjá á hælana á Íslendingum inn í Evrópusambandið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×