Innlent

Ekkert sumarfrí fyrr en Icesave verður klárað

Höskuldur Kári Schram skrifar

Forsætisráðherra stendur fastur á því að Alþingi fari ekki í sumarfrí fyrr en búið sé að afgreiða Icesave samkomulagið. Engin formleg samskipti hafa verið á milli Íslands annars vegar og Breta og Hollendinga hins vegar um mögulega fyrirvara Alþingis á samkomulaginu.

Fundað var um Icesave samkomulagið í fjárlaganefnd Alþingis í morgun en stjórnarandstaðan hefur viljað fresta málinu fram á haust. Stefnt er að því að funda aftur um málið á mánudag en nefndarmenn ætla nota helgina til að fara betur yfir gögn í málinu.

Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherlsu á að ljúka málinu á yfirstandandi sumarþingi.

Sá möguleiki hefur verið reifaður að Alþingi samþykki ríkisábyrgð með fyrirvara en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nú þegar farið fram óformlegar viðræður við Breta þessa efnis. Því vísar ríkisstjórnin hins vegar á bug. Ljóst er að Alþingi fer ekki í sumarfrí fyrr en búið verður að afgreiða Icesave málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×