Innlent

Sköpunarkraftur ungmenna í Garðabænum

Hér má sjá nokkra meðlimi hópsins.
Hér má sjá nokkra meðlimi hópsins.
Ellefu til tólf ungmenni á aldrinum sautján til nítján ára, taka þátt í skapandi sumarstarfi á vegum bæjarvinnu Garðabæjar. Tilgangurinn með verkefninu er að ungmennin fái tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína.

Ungmennin héldu tónleika á Garðatorgi í gær þar sem fram komu, Sing for me Sandra, The Wintage og að lokum var „heimatilbúið“ Blúsband á boðstólnum.

Á Garðatorgi verður síðan opið listagallerý á vegum nokkurra ungmenna í Garðabæ. Gallerýið verður opið á mili klukkan eitt og fjögur á laugardag og sunnudag.

Um helgina verður einnig flóamarkaður á Garðatorgi þar sem fjölbreyttur varningur verður í boði. Í næstu viku mun hópurinn síðan standa fyrir tískuviku en ein stúlka úr hópnum hefur hannað og saumað föt sem hún mun kynna gestum og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×