Innlent

Útsölur draga úr verðbólgu

Í spá IFS greiningar segir að Seðlabanki Íslands muni ekki ná verðbólgumarkmiði sínu fyrr en á öðrum ársfjórðungi næsta árs.

IFS greining gerir ráð fyrir að vísitalan muni hækka um 0,2 prósent í júlímánuði sem leiði til þess að 12 mánaða verðbólga sé nú 11,4 prósent.

Í frétt IFS greiningar um málið segir að útsölur í júlímánuði og lækkun húsnæðisverðs haldi aftur af hækkunum verðlags.

Í spánni segir að undirliggjandi verðbólga sé 0,8 prósent nú en sambærileg hækkun var eitt prósent í síðasta mánuði. - bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×